fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Icelandair frestar hlutafjárútboði – Greiðslustöðvun náist ekki samningar

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 29. júní 2020 09:24

Mynd: Fréttablaðið/Anton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag rennur út fresturinn sem Icelandair gaf sér til að ná samkomulagi við leigusala sína, Boeing og færsluhirði. Samkvæmt tilkynningu Icelandair til Kauphallar Íslands verður áfram reynt að ná samkomulagi við hagaðila í júlímánuði og hefur hlutafjárútboði sem fram átti að fara í júlí, verið frestað til ágústmánaðar. Kjarninn greinir frá.

Í tilkynningunni segir einnig að ef samningsviðræðurnar skili ekki árangri þurfi félagið að fara aðrar leiðir og vera án ríkisábyrgðar á nýju lánsfé, sem gæti tekið allt að einu ári og þyrfti félagið því að óska eftir greiðslustöðvun.

Sagt er að fjárhagsleg endurskipulagning Icelandair, sem byggi á gagnkvæmum samningum við kröfuhafa, sé besta leiðin fyrir félagið til að tryggja hagsmuni allra aðila.

Handbært fé Icelandair Group telur um 21 milljarð króna, eða um 150 milljónir Bandaríkjadala, sem sagt er umfram þriggja mánaða rekstrarkostnað í núverandi aðstæðum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi