fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

„Faraldur sem veldur mun fleiri dauðsföllum en COVID-19“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 23. júní 2020 21:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég ætla ekki að tala um heimsfaraldur Covid-19. Ég ætla hins vegar að tala um annan faraldur, sem veldur mun fleiri dauðsföllum en þessi veira. Þetta er faraldur sem ekki er mikið rætt um. Þetta er faraldur vanlíðunar og fíknar.“

Þetta sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar í ræðu sinni á eldhúsumræðum sem nú fara fram á Alþingi. Hann líkti þeim hópi fólks sem að fellur frá vegna ofneyslu eða vegna sjálfsvíga við farþegaflugvél á milli Reykjavíkur og Akureyrar.

„Vegna þessa faraldurs deyr einn Íslendingur á um 12 daga fresti en það eru sjálfsvígin. Síðan deyr annar Íslendingur eftir aðra 12 daga vegna ofneyslu, og er það dapurt Norðurlandamet sem við eigum.

Þessi fjöldi er svo mikill að það væri eins og flugvél í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar myndi hrapa á hverju einasta ári.

Þar að auki eiga Íslendingar heimsmet í neyslu þunglyndis- og kvíðastillandi lyfja. Þá stunda hundruð íslenskra ungmenna sjálfsskaða af einhverju tagi.“

Hann sagði að Íslendingar væru ekki bara að kljást við veiru heldur líka geðsjúkdóma og fíkn, sem dræpu líka. Hann sagði að hagvöxtur, landsframleiðsla og kaupmáttur skipti litlu máli í vanlíðan.

„Við sem samfélag erum núna að kljást saman við veiru. En við þurfum líka að berjast saman gegn vanlíðan, þunglyndi, einmanaleika og fíkn. Þessir sjúkdómar drepa líka.

Það er tómt mál að tala um hagvöxt, landsframleiðslu og kaupmátt ef okkur líður illa. Og það svo illa að á 6 daga fresti deyr einhver af okkur úr vanlíðan og fíkn.

Við í stjórnmálunum eigum því að ræða þessi mál miklu oftar en ég held að fá mál séu stærri en einmitt þau sem snerta sjálfa lífshamingjuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar