fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Rekstrarkostnaður Strætó eykst um tvo milljarða á ári vegna Borgarlínu

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. júní 2020 09:46

Strætisvagn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rekstarkostnaður Strætó mun líklega aukast um tvo milljarða króna á ári með tilkomu Borgarlínu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Þar er haft eftir Hrafnkeli Á. Proppé, forvarsmanni verkefnastofu Borgarlínu, að endanleg rekskraráætlun liggi ekki fyrir, sem sé þó eðilegt, og ekki sé ljóst hversu mikið tekjur muni aukast með hærra þjónustustigi Borgarlínu.

Hinsvegar liggi allar staðreyndir fyrir:

„Menn eru ekki í al­gjöru myrkri hvað þetta varðar. Það ligg­ur fyr­ir hvað mun kosta að reka vagna Borg­ar­lín­unn­ar. Hins veg­ar er enn verið að ítra leiðar­kerf­is­breyt­ing­ar sem munu spila inn í end­an­lega rekstr­aráætl­un fyr­ir allt leiðar­kerfi Strætó. Við erum í vinnu með Strætó sem miðar að því að ítra leiðarkerfið og því fylgja nýjar spár um notkunarhliðina. Sömuleiðis erum við að fá í hús niðurstöður félagshagfræðilegrar greiningar sem dregur fram að verkefnið er þjóðhagslega arðbært.“

Málþóf Miðflokksins

Sem kunnugt er hefur Miðflokkurinn staðið fyrir málþófi í þinginu í tengslum við samgönguáætlun, þar sem Borgarlínan er fyrirferðamikil.

Helsta gagnrýni Miðflokksins er einmitt sú að kostnaðaráætlun liggi ekki fyrir, né arðsemismat eða rekstraráætlun.

Kostnaðarsöm framkvæmd

Heildarkostnaður innviða Borgarlínu er áætlaður tæpir 50 milljarðar. Heildarkostnaður samgöngusamningsins alls er 120 milljarðar, þar sem ekki liggur enn fyrir hvernig 60 milljarðar verða fjármagnaðir, en helmingurinn er fjármagnaður af ríkinu og sveitarfélögunum.

Á árunum 2012-2018 fékk Strætó bs alls 26.6 milljarða í styrk frá ríki og sveitarfélögum. Alls 5.6 milljarða frá ríkinu og 21 milljarð frá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu.

Var tilgangurinn að minnka umferð með því að fá fleiri í Stætó. Sú tilraun misheppnaðist þó algerlega, því á sama tíma stóð notkun Stætó í stað, meðan umferð hefur aukist til muna.

Sjá nánar: Strætó fengið yfir 26 milljarða í styrki frá árinu 2012 – Notkunin stendur í stað

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn