,,Við vorum að koma úr  silungsveiði í Vatnsdalsá og veiðin gekk vel en  ég veiddi sjö  urriða og einn sjóbirting,“ sagði  Sævar Sverrisson er við heyrum í honum nýkomnum af veiðislóðum í Húnvatnssýslu. Veiðin hefur verið ágæt þarna um slóðir.
,,Stærstu fiskarnir sem við veiddum voru fimm til átta punda, flottir fiskar. Það er alltaf gaman að veiða þarna en fiskurinn á myndinni veiddist í Steinanesi, góður  sjóbirtingur,“  sagði Sævar ennfremur.
Það styttist í að laxveiðin byrji í Vatnsdalsánni en þar byrjar veiðin 20 júní og fleiri ár eru að opna á þessum slóðum á svipuðum tíma.