fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Þórólfur fer fram á gæsluvarðhald yfir óprúttnum aðilum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 13. júní 2020 17:50

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, hefur farið fram á að tveir einstaklingar af erlendu bergi brotnir verði hnepptir í gæsluvarðhald. Þetta kemur fram í frétt Vísis. Einstaklingarnir eru smitaðir af COVID-19 og voru handteknir í gær fyrir þjófnað á Selfossi.

Aðilarnir komu til landsins á mánudag og fengu samkvæmt Þórólfi skýr skilaboð um að þeir ættu að fara í sóttkví. Hinir handteknu eru í haldi lögreglu sem stendur og viðeigandi ráðstafanir eru gerðar vegna smitvarnar.

Lögreglan leitar þriggja annarra sem voru í för með hinum handteknu. Fjórtán lögreglumenn eru farnir í sóttkví vegna málsins.

„Maður veit náttúrulega að það getur ýmislegt gerst og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að svona lagað gerist með alvarlega smitsjúkdóma. Við lendum oft í því að þurfa að ná í fólk með alvarlega smitsjúkdóma, en þetta er í fyrsta skiptið sem þetta gerist með Covid,“ sagði Þórólfur í samtali við Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti