fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024

Ferðalag dansara

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 12. nóvember 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í bókinni Helgi – Minningar Helga Tómassonar ballettdansara, eftir Þorvald Kristinsson, segir frá ævi merks listamanns sem vegna hæfileika sinna, þrautseigju og eljusemi, náði gríðarlegum árangri í list sinni og hefur notið ómetanlegs stuðnings frá fjölskyldu og velunnurum. Í bókinni fær lesandinn góða sýn í heim ballettsins, sem getur verið harður og óbilgjarn en færir á sama tíma bæði dansaranum og þeim sem á hann horfa mikla gleði og útrás fyrir tilfinningar.

Fyrstu kaflar bókarinnar fanga athygli lesanda, en þar er sagt frá því þegar Helgi er að stíga fyrstu spor sín í dansinum. Hann steig fyrst á svið í nemendasýningu í Þjóðleikhúsinu árið 1951. Þá var honum strítt fyrir að fylgja þessari ástríðu sinni og var það ekki í seinasta sinn sem það gerðist. Ekki þótti sjálfsagt að karlmenn væru í ballett og voru sum klassísk verk eingöngu samin fyrir konur.

Samband Helga og móður hans er eftirtektarvert, en Helgi fékk mikið frjálsræði til að stunda dansinn sem var ástríða hans og hann lét sig dreyma um að ná langt í þeim heimi. Dregnar eru fram sterkar tengingar Helga við nokkra áhrifavalda í lífi hans, en þær eru yfirleitt ekki mjög persónulegar heldur virðast byggja meir á gagnkvæmri aðdáun og virðingu, stundum úr fjarlægð.

Helgi fór ungur til Kaupmannahafnar þar sem hann kynntist fólki sem hafði mikil áhrif á hann og það hvernig ferill hans þróaðist. Hann kynntist því einnig hversu erfitt getur verið að koma frá lítilli eyju í norðri, en einmitt það stóð í vegi fyrir frekari menntun og reynslu í Kaupmannahöfn. Hugur hans leitaði því á aðrar slóðir og eftir nokkurra ára dvöl í Danmörku við góðan orðstír hélt Helgi til Bandaríkjanna þar sem hann sá meiri möguleika á að eflast í list sinni en í Evrópu.

Þegar Helgi er búinn að koma sér fyrir í Bandaríkjunum fer að bera á endurtekningum í bókinni. Þar eru mjög nákvæmar lýsingar á ballett og ýmsum túlkunaraðferðum dansins. Áhugafólk um ballett hefur eflaust áhuga á þessum lýsingum en hætt er við að áhugi hins almenna lesanda sé ekki eins mikill.

Ýmislegt hefur breyst frá þeim árum sem Helgi var viðloðandi ballett og gaman er að lesa hversu auðvelt það hefur reynst honum að takast á við nýjar áskoranir. Eftir að hann tók við sem stjórnandi San Fransisco-ballettsins hefur hann verið iðinn við að finna nýjar leiðir til að þróa og kynna ballett fyrir nýjum kynslóðum. Ef áhorfandinn hrífst ekki fyrir hvern á þá að dansa?

Þorvaldur Kristinsson skráir sögu Helga. Lesandinn upplifir textann eins og Helgi tali til hans og tekur þannig þátt í ferðalagi Helga í gegnum minningar hans.

Umbrot bókarinnar er óvenjulegt en hentar viðfangsefninu vel og verður til þess að fallegar myndir fá að njóta sín til fulls. Myndirnar eru frá mismunandi tímaskeiðum í lífi Helga. Í gegnum þessar myndir nær lesandinn meiri tengingu en ella við nákvæmar lýsingar í bókinni, en í þeim lýsingum er auðvelt að týnast.

Persónunni Helga kynnist lesandinn ekki mikið en kemst í góð kynni við dansarann Helga og kannski var lagt upp með það við skrif bókarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pressan
Fyrir 7 klukkutímum
Ferðalag dansara

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu