Jadon Sancho, leikmaður Borussia Dortmund, hefur svarað fyrir sig eftir að hafa fengið sektun frá þýsku deildinni.
Sancho og liðsfélagi hans Manuel Akanji voru sektaðir fyrir að kíkja í klippingu í miðri einangrun.
Þýska deildin gaf frá sér tilkynningu í gær þar sem greint var frá því að báðir leikmenn hefðu brotið reglur og fengu því væna sekt.
,,Þvílíkur brandari!“ skrifaði Sancho við færslu deildarinnar á Twitter og er því augljóslega ekki sáttur.
Báðir leikmenn fengu þó rakara til að mæta heim frekar en að stíga út úr húsi.
Sancho gæti sjálfur verið að spila sitt síðasta tímabil í landinu en hann er sterklega orðaður við Manchester United.