fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Inga vill að Lilja segi af sér -„Sama gamla spillingarkerfið blómstrar hér sem aldrei fyrr“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 5. júní 2020 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ætlar forsætisráðherra og formaður VG, sem hefur viljað kenna sig við jafnrétti og femínisma, að láta það líðast að menntamálaráðherra í ríkisstjórn hennar brjóti jafnréttislög,“ spyr Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins í færslu á Facebook.

Braut gegn jafnréttislögum

Inga vísar þar til ráðningar Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, á Páli Magnússyni sem ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins. Lilja hefur hafnað því að ráðningin tengist tengslum Páls við Framsóknarflokkinn en kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að jafnréttislög hafi verið brotin.

Lilja hefur vísað í það að hæfisnefnd hafi skilað niðurstöðu sem sem farið hafi verið eftir, en kærunefnd jafnréttismála telur ýmsa annmarka á hæfnismatinu.

Eins greindi RÚV frá því í gær að Lilja hafi farið gegn tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar Einar Hugi Bjarnason, framsóknarmaður, var ráðinn sem formaður fjölmiðlanefndar í nóvember.

Lilja eigi að segja af sér

Inga telur að Lilja eigi að segja af sér vegna þessa.

„Framsóknarmaður ráðinn ráðuneytisstjóri af Framsóknarráðherranum sem talin er hafa brotið jafnréttislög með ráðningunni. Sigríður Á. Andersen var látin taka pokann sinn úr ráðuneyti dómsmála fyrir að hafa brotið lög varðandi ráðningar dómara við Landsrétt. Hanna Birna þurfti líka að yfirgefa sinn ráðherrastól vegna Lekamálsins svo kallaða. Er einhver sýnilegur eðlismunur á þessu máli um viðurkennt brot ráðherra á jafnréttislöggjöfinni, sem gæti mögulega slegið skjaldborg um Menntamálaráðherrann?“

Inga er ekki sammála því, sem Lilja hélt fram í samtali við RÚV, að hæfasta fólkið væri ávallt ráðið. Það sé flokkspólitíkin sem vegi þyngra.

„Ráðherrann ítrekar í viðtalinu : Hæfasta fólkið ráðið, hæfasta fólkið ráðið, HÆFASTA FÓLKIÐ RÁÐIÐ…
NEI Framsóknarmenn eru ráðnir af Framsóknarráðherranum, það er ekki flóknara en það. Sama gamla spillingarkerfið blómstrar hér sem aldrei fyrr. Framsóknarmaður ráðinn sem formaður fjölmiðlanefndar þrátt fyrir að hæfari einstaklingur hafi sótt um starfið. Sami formaður fjölmiðlanefndar hefur skreytt stjórnarformennsku 8 nefnda í boði Framsóknarflokksins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki