fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Mikill titringur innan VG og Sjálfstæðisflokks

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 29. nóvember 2017 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill titringur er innan raða Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins en brátt liggur fyrir hvort þessir flokkar fari í sitt fyrsta ríkisstjórnarsamstarf. Ekki er vitað hversu marga þingmenn VG munu hafa en bæði Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson munu ekki taka afstöðu til samstarfsins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum á flokksráðsfundi VG í dag. Þau hafa bæði haft uppi efasemdir um væntanlegt ríkisstjórnarsamstarf og hefur Eyjan heimildir fyrir því að þau hafi ekki fengið jafn miklar upplýsingar um gang viðræðnanna og aðrir þingmenn VG.

Fréttablaðið greinir frá því í dag að Jón Gunnarsson samgönguráðherra berjist nú fyrir lífi sínu á ráðherrastól við Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra. Talið er líklegt að aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins haldi áfram en hvorki Páll Magnússon oddviti í Suðurkjördæmi né Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins fái ráðherraembætti. Jón Gunnarsson hefur þó ólíkt Kristjáni Þór lagt fram frumvörp á síðasta ári, en Kristján Þór hefur sterka stöðu sem oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“