fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Fókus

Eva byggði útieldhús fyrir sumarbústaðinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 30. maí 2020 12:00

Útieldhúsið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Ósk Guðmundsdóttir byggði útieldhús við sumarbústaðinn. Hún er að læra landslagsarkitektúr við LBHÍ og hafði áður teiknað nokkrar gerðir af útieldhúsum fyrir verkefni.

„Við erum með frekar lítið sumarhús og oft þegar vinir okkar koma í heimsókn getur orðið ansi þröngt inni. Okkur vantaði geymslu og þurrkaðstöðu fyrir eldivið því við kyndum bústaðinn með kamínu. Þetta varð því tvöfaldur ávinningur, stækkuðum eldunaraðstöðuna um helming og fengum gott pláss undir eldivið,“ segir Eva Ósk.

Útieldhúsið.

Einföld smíði

Eva Ósk smíðaði og málaði eldhúsið á einum degi. Maðurinn hennar smíðaði svo þakið og setti báruplastið á.

„Ég teiknaði það upp í SketchUp til að einfalda mér verkið upp á að öll mál stæðust. Maðurinn minn var búinn að smíða fjórhjólageymslu svo ég ákvað að nota bakhliðina á henni til að hafa eldhúsið á. Ég var þá komin með vegg sem ég notaði og smíðaði eldhúsið á honum. Ég vildi að það sæist sem minnst í grillið, þannig að ég smíðaði utan um það, og hafði hlera að framan svo ég gæti tekið grillið út og sett inn yfir veturinn,“ segir hún.

Það tók Evu einn dag að byggja eldhúsið.

Eva Ósk segir að kostnaðurinn hafi alls ekki verið mikill, þar sem hún notaði gagnvarða furu í allt eldhúsið og þetta hafi verið mjög einfalt í smíði. „Það sem var kannski dýrast er að ég notaði báruplast í þakið á eldhúsinu,“ segir hún.

Hvað er alveg nauðsynlegt að hafa í sumarbústaðnum að þínu mati?

„Frábært útisvæði er það sem mér þykir skipta mestu í sumarbústöðum, að það sé góð tenging milli úti- og innisvæða. Góðir pallar í kringum húsin, gott skjól án þess að skyggja á útsýni, útieldhús, hvítvínsskýli og heitur pottur. Mér þykir útisvæðið skipta meira máli í okkar bústað heldur en stærð sumarhússins. Við notum bústaðinn langmest frá apríl til október og erum rosalega mikið úti þegar við erum þar. Við byggðum okkur líka „hvítvínsskýli“, yfirbyggða útistofu sem er að hluta opin en að hluta lokuð. Við notum svæðin mjög mikið og þetta stækkar notkunarsvæðið, að hafa góða staði til að njóta úti með fjölskyldu og vinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna á sjúkrahúsi eftir að hafa sofið hjá 583 karlmönnum

Klámstjarna á sjúkrahúsi eftir að hafa sofið hjá 583 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Æskuvinkona Lindu Pé sagðist ekki þola velgengni hennar – „Þetta særði mig og þá bara sleppti ég og skapaði rými fyrir aðra vini“

Æskuvinkona Lindu Pé sagðist ekki þola velgengni hennar – „Þetta særði mig og þá bara sleppti ég og skapaði rými fyrir aðra vini“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Refsarinn“ lýsir kynlífspartíum Diddy – Leiðbeindi honum hvernig hann átti að bera sig að með Cassie

„Refsarinn“ lýsir kynlífspartíum Diddy – Leiðbeindi honum hvernig hann átti að bera sig að með Cassie
Fókus
Fyrir 3 dögum

Beggi Ólafs fer „íslensku leiðina“ þegar kemur að því að tala við stelpur

Beggi Ólafs fer „íslensku leiðina“ þegar kemur að því að tala við stelpur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjarnheiður svarar Jónasi Sen fullum hálsi og segir hann „baðaðan í snobbi þess, sem telur sig hærra settan“

Bjarnheiður svarar Jónasi Sen fullum hálsi og segir hann „baðaðan í snobbi þess, sem telur sig hærra settan“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elítan hefur tekið ákvörðun um ungu og „stjórnsömu“ kærustuna

Elítan hefur tekið ákvörðun um ungu og „stjórnsömu“ kærustuna