fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Kenning Þórólfs reyndist rétt: „Það er búið að staðfesta það“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 25. maí 2020 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta upplýsingafundi almannavarnarteymi ríkislögreglustjóra í dag kom fram að kenning Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnarlæknis, um að börn veikist og smitist síður af COVID-19 hefur verið staðfest. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller, landlæknis á fundinum í dag.

„Síðan langar mig að segja frá því að það sem sóttvarnarlæknir hélt fram snemma í faraldrinum um smit meðal barna, það er búið að staðfesta það með því að para saman gögn Íslenskrar erfðagreiningar og gögn rakningarteymis og þar kemur í ljós að börn fá síður veiruna í sig, þau smita síður frá sér og svo vitum við auðvitað að þau sem betur fer veikjast minna,“

sagði Alma á fundinum áðan.

Í dag var tekið annað skref í afléttingu á samkomubanni og er nú einstaklingum heimilt að koma saman allt að 200 í einu. Tveggja metra reglan hefur verið endurskilgreint og er nú valkvæð og ýmis þjónusta sem hafði lagst af í faraldrinum er nú farin aftur af stað. Til að mynda opnuðu líkamsræktarstöðvar í dag.

Þríeykið minnir þó á að enn sé baráttunni ekki lokið og einfaldar reglur á borð við tveggja metra reglu, handþvott, spritt gilda eftir sem áður og geta skipt sköpum varðandi framhaldið. Ákveðnar vísbendingar séu um að veiran sé ekki jafn skæð og hún var til að byrja með, en þó þorir Þórólfur ekki að fullyrða það. Tíminn verði að leiða það í ljós.

Næsta skref í afléttingu verður tekið eftir þrjár vikur og samkvæmt Þórólfi mun hann leggja til að þá verði heimilaðar samkomur allt að 500 manna.

Lítill fjöldi smita hefur greinst það sem af er maí og bendir það til að þó að smit sé að finna í samfélaginu þá sé það lítið.

Enn er mikilvægt að vera með smitrakningar-appið á símum sínum til að auðvelda rakningu ef til smits kemur.  Þeir sem ekki hafa náð í forritið eru hvattir til að gera slíkt hið fyrsta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“
Fréttir
Í gær

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“
Fréttir
Í gær

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“