fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Vilja koma daglegu flugi á til nokkurra áfangastaða í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. maí 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki liggur enn fyrir hvernig flugi til og frá landinu verður háttað eftir að landamærin verða opnuð þann 15. júní næstkomandi. Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair, segir að draumurinn sé að koma á daglegu flugi til nokkurra lykilstaða í Evrópu en ekki sé ljóst hversu hratt það getur gerst því ástandið sé viðkvæmt.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Birnu að Icelandair vilji fljúga sem mest en eftirspurnin verði að ráða. Selt sé í flug á vegum félagsins en þróun mála muni leiða í ljós hvert verður hægt að fljúga. Hún sagði nokkra hópa ferðamanna tilbúna til að ferðast um leið og löndin opnast en á móti megi búast við að aðrir hópar hafi ekki efni á því vegna efnahagslegra áhrifa heimsfaraldursins.

„Erfitt er að gera áætlanir í þessu ástandi. Við getum hreyft okkur hratt og munum gera það þegar við finnum að ferðavilji og áhugi er kominn úr báðum áttum á því að fljúga.“

Hún nefndi Kaupmannahöfn, Osló, Frankfurt og Berlín sem lykilstaði sem áhugi er á að hefja flug til sem fyrst eftir 15. júní. Síðan geti Amsterdam fylgt í kjölfarið. Óvissa ríkir með flug til Stokkhólms og Lundúna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness