fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Lögreglan ónáðaði nakið par

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 23. maí 2020 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því í nýrri tilkynningu að hún hafi verið kvödd að húsi vegna mikils hávaða. Óttast var að verið væri að beita ofbeldi. Segir í tilkynningunni að lögreglan hafi barið valdsmannslega að dyrum en til dyra hafi komið nakinn maður. Þegar maðurinn var spurður hvort hann væri einn kvað hann nei við og birtist þá nakin kona.

„Ekki var að sjá að neitt amaði að henni og þvert á móti virtist hún vera alsæl. Aðspurð um hávaðann sögðust þau hafa verið að stunda kynlíf og játuðu að því hefði fylgt nokkur hávaði. Ekki þótti ástæða til að leggja frekari spurningar fyrir skötuhjúin, en greinilegt var að þeim þótti koma lögreglunnar heldur vandræðaleg. Þau voru kvödd við svo búið og vinsamlegast beðin um að hafa lægra við iðju sína í húsinu og tóku skötuhjúin vel í tilmælin,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tókst ekki að sanna dónaskap og virðingarleysi af hálfu Listaháskólans og fær ekki inngöngu

Tókst ekki að sanna dónaskap og virðingarleysi af hálfu Listaháskólans og fær ekki inngöngu
Fréttir
Í gær

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Í gær

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi