fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025

Rúnar Eff og félagar unnu tvenn tónlistarverðlaun í Texas

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. nóvember 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Eff Rúnarsson og hljómsveit hans, sem Valgarður Óli Ómarsson, Hallgrímur Jónas Ómarsson, Reynir Snær Magnússon og Stefán Gunnarsson skipa, hafa undanfarið ferðast um Tennesse og Texas, þar sem þeir stoppuðu í Nashville, Memphis, Austin, Houston og Jefferson.

Í Jefferson tóku þeir þátt í Texas Sounds International Country Music Awards, sem er tónlistarhátíð með tónlistarfólki héðan og þaðan úr heiminum.
Kántríhljómsveitir frá 13 löndum: Ísland, Svíþjóð, Króatía, Mexíkó, Suður-Afríka, Swaziland, Slóvakia, USA, Írland, Bahamas, Ítalía, Nýja Sjáland og Spánn, voru tilnefndar til verðlauna og komu fram á hátíðinni. Hátíðin fór fram á þremur kvöldum þar sem allar hljómsveitirnar komu fram. Gerðu Rúnar Eff og félagar sér lítið fyrir og unnu til tvennra verðlauna: söngvari ársins og hjómsveit ársins.

„Jahá. Þetta bara gerðist, Male Vocalist of the year & Band of the year á Texas sounds international country music awards. Staðfesti bara það sem ég vissi fyrir, að ég er með fáránlega gott band með mér.
Takk strákar! Fer sáttur að sofa í kvöld:),“ skrifar Rúnar á Facebooksíðu sína, að vonum ánægður með verðlaunin.

Bleikt.is óskar þeim félögum innilega til hamingju.

Rúnar Eff tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í vor þar sem hann lenti í sjötta sæti með lag sitt, Mér við hlið (Make Your Way Back Home).

 


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Reynir að greina leik Gyokeres og hvað Arsenal þarf frá honum

Reynir að greina leik Gyokeres og hvað Arsenal þarf frá honum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Lið helgarinnar í enska – Einn frá Arsenal en þrír frá Tottenham

Lið helgarinnar í enska – Einn frá Arsenal en þrír frá Tottenham
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

„Ég væri ekki þar sem ég er í dag ef ég hefði ekki kynnst konunni minni“

„Ég væri ekki þar sem ég er í dag ef ég hefði ekki kynnst konunni minni“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Keane segir að þetta sé stórt áhyggjuefni fyrir Manchester United

Keane segir að þetta sé stórt áhyggjuefni fyrir Manchester United
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.