fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Sigríður látin yfirfara launabreytingar Haralds

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 10. maí 2020 12:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómsmálaráðherra hefur beint þeim fyrirmælum til Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra, að yfirfara og mögulega endurskoða launabreytingar sem fyrrverandi ríkislögreglustjóri ,Haraldur Johannessen, gerði við tíu yfir- og aðstoðarlögregluþjóna embættisins í haust. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Þessa launabreytingar hafa sætt harðri gagnrýni og mótmælti Lögreglustjórafélagið breytingunum á sínum tíma. Í þessum breytingum felst að lífeyrisréttindi þessara tíu yfirmanna hækkuðu töluvert.  Með breytingunum yrðu yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjónar hjá embætti Ríkislögreglustjóra með hærri laun en 7 af 9 lögreglustjórum landsins. 50 yfirvinnustundir eiga samkvæmt samkomulaginu að færast inn í föst mánaðarlaun sem hækkar lífeyrisréttindi töluvert.

Dómsmálaráðuneytið telur að Haraldur hafi óumdeilanlega haft heimild til að gera þessar breytingar en þær megi ekki ganga lengra en markmið stofnanasamninga sem þá voru í gildi.  Eins þurfi að skoða hvort að yfirvinnutímana þurfi að vinna og hvort það sé hægt miðað við starfslýsingu og fleiri þætti.

Því hefur ráðuneytið beint þeim tilmælum til Sigríðar að skoða þessar breytingar og eftir atvikum endurskoða samkomulagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sanna safnar frjálsum framlögum inn á eigin reikning – „Eðlilegast væri að mínum dómi að safna framlögum á sérstakan reikning“

Sanna safnar frjálsum framlögum inn á eigin reikning – „Eðlilegast væri að mínum dómi að safna framlögum á sérstakan reikning“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir fékk áfall þegar TR krafði hann um meðlagsgreiðslur þrátt fyrir jafna umgengni og staðfest samkomulag við barnsmóður

Faðir fékk áfall þegar TR krafði hann um meðlagsgreiðslur þrátt fyrir jafna umgengni og staðfest samkomulag við barnsmóður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara