fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Rúmlega 4.000 manns sagt upp í hópuppsögnum í apríl

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls var 4.210 manns sagt upp störfum í 51 hópuppsögn í apríl. Þar af eru 2.140 starfsmenn Icelandair. Mikill meirihluti fyrirtækjanna er í ferðaþjónustunni.

Þetta hefur mbl.is eftir Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar. Hún sagði að hugsanlega muni eitthvað aðeins bætast við þessar tölur en betur verður farið yfir það eftir helgi.

Haft er eftir Unni að þessi fjöldi komi ekki á óvart miðað við þá stöðu sem uppi er. Ekki komi á óvart að ferðaþjónustufyrirtækin reyni að draga eins mikið úr rekstrarkostnaði og hægt er.

Um 18 þúsund manns eru nú skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun og 37 þúsund í minnkuðu starfshlutfalli. Þeir sem fengu uppsagnarbréf nú í apríl fara ekki á atvinnuleysisskrá fyrr en í ágúst en Unnur sagðist vonast til að það rætist úr ástandinu og þetta fólk lendi ekki allt á atvinnuleysisskrá.

Stofnunin verður að dreifa greiðslum bóta á nokkra daga vegna hins mikla álags en um 55 þúsund manns fá greitt frá stofnuninni nú um mánaðarmótin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB