Jesse Lingard, leikmaður Manchester United gæti hafa gerst sekur um brot á útgöngubanni í Bretlandi.
Hann sást í dag úti að hlaupa með gömlum liðsfélaga, Ravel Morrison var með Lingard í för.
Samkvæmt reglum í Bretlandi máttu ekki fara út með fólki, nema þeim sem búa á sama heimili.
Ravel er þekktur ólátabelgur en hann hefði getað náð ansi langt en hegðun hans utan vallar hefur reynst honum dýrkeypt. Ravel var einn efnilegasti leikmaður sem komið hefur upp hjá United.
Ravel og Lingard voru talsvert frá hvor öðrum en ensk blöð velta því fyrir sér hvort þeir hafi brotið reglur.