Moise Kean liðsfélagi Gylfa Þór Sigurðssonar hefur komið sér í vandræði eftir að myndband af honum að brjóta reglur er varðar útgöngubann í Bretlandi fór í umferð.
Á föstudag var Kean með gleðskap heima hjá sér, hann bauð vinum sínum í heimsókn og ákvað svo að bóka strippara.
Á myndbandinu má sjá stelpurnar fækka fötum og daðra og snerta Kean og vini hans. Myndbandið setti Kean á Snapchat. Kean hefur lítið getað hjá Everton eftir að hann kom til félagsins frá Juventus síðasta sumar.
,,Við erum ósattir með að komast að því að leikmaður okkar fer ekki eftir reglum yfirvalda og leiðbeiningum okkar,“ sagði í yfirlýsingu Everton.
Kean er sagður þéna nálægt 10 milljónum króna á mánuði en hann mun fá væna sekt frá Everton eftir þessa hegðun sína.