Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United er ekki allra og hann hefur ekki gaman af öllum.
Keane segir frá því að honum hafi aldrei verið vel við Rio Ferdinand og Wayne Rooney þegar þeir voru hjá Manchester United.
Keane var að klára feril sinn hjá United þegar Rooney og Ferdinand voru að blómstra. ,,Ég áttaði mig ekki á Wayne eða Rio, ég skildi ekki húmorinn og hvað þeir ætluðu sér. Þetta var persónulegt,“ sagði Keane.
,,Leikurinn var að breytast og ég var ekki að breyta mér, undir restina hjá United komu leikmenn sem ég áttaði mig ekki á.“
,,Persónuleiki þeirra var ekki fyrir mig, auðvitað frábærir leikmenn sem ég var glaður að spila með. Að taka kaffibolla með þeim? Aldrei.“