fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025

Sara Lind brotnaði niður eftir mörg áföll: „Ég leitaði mér hjálpar og tók ákvörðun um að henda mér út í djúpu laugina“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 5. febrúar 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Lind Annþórsdóttir vaknaði dag einn og brotnaði niður eftir mörg áföll. Hún ákvað að leita sér hjálpar því hún var hrædd við það sem hún þekkti ekki og fannst hún ekki geta stólað á sjálfa sig.

Ég tók ákvörðun um að henda mér út í djúpu laugina og flytja til Tenerife. Tveimur mánuðum síðar var ég komin út, með enga íbúð, enga vinnu og vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera. En ég ætlaði að redda öllu þannig að ég gæti búið þarna í sex mánuði og farið svo aftur heim til Íslands,

segir Sara í einlægri færslu á Facebook en hún gaf Bleikt.is góðfúslegt leyfi til þess að greina frá henni.

Hóf nýtt líf á Tenerife

Eftir mikið vesen flutti Sara inn í íbúð á draumastaðnum sínum á Tenerife og hóf nýtt líf.

Ég byrjaði með mitt eigið „fyrirtæki“ og er núna að passa börn fyrir Íslendinga sem koma í frí til Tenerife. Ég fór á fullt í sjálfsvinnu bæði andlega og líkamlega og talaði um það sem hafði legið mér lengi á hjarta. Ég fékk hjálp úr öllum áttum með andlega þáttinn og fékk svo hjálp frá besta þjálfara í heimi til þess að koma líkamanum og lífsstílnum á réttan stað.

Fljótlega fór lífið að bjóða henni upp á óvænta hluti og sótti hún um að fá að passa börn á Miami.

Ég var svo komin til Miami tveimur vikum seinna og átti að vera þar í þrjá mánuði sem urðu svo að sex mánuðum. Þessi börn og þetta líf hefur kennt mér svo margt og nú er ég búin að sjá hvað heimurinn er stór, fallegur og hættulegur á sama tíma.

Stolt af sjálfri sér

Nú er liðið ár síðan Sara ákvað að flytja út til Tenerife og er hún virkilega stolt af sjálfri sér.

Lífið hefur upp á allt að bjóða sem þú óskar þér, þú þarft bara að fara eftir því.

Í samtali við Bleikt.is segist Sara ekki vera á leið til Íslands strax en hún er staðsett á Miami um þessar mundir og fer aftur til Tenerife í apríl en þar mun hún sjá um að passa börn fyrir Íslendinga næsta sumar.

Hægt er að fylgjast með Söru á Snapchat undir notandanafninu: saralind94

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.