fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Gagnrýnin hafði engin áhrif á Guðbjörgu – Sögð hafa hætt við málsókn áður en Katrín varð reið

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. apríl 2020 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gat ekki leynt reiði sinni í ræðustól Alþingis í fyrradag vegna málshöfðunar sjö útgerðarfélaga gegn ríkinu upp á samtals 10.2 milljarða króna vegna makrílkvóta.

Katrín setti málið í samhengi við þá samheldni sem myndast hefði vegna kórónuveirufaraldursins og sagði bæði fólk og fyrirtæki hafa sýnt ábyrgð:

„En þá verður maður líka reiður þegar fyr­ir­tæki í sjá­v­­­­­ar­út­­­­­­­vegi gera kröfu á ríkið upp á ríf­­­­lega tíu millj­­­­arða vegna mak­rílút­­­­hlut­un­­­­ar.“

Síðan hafa fimm fyrirtæki hætt við málshöfðunina, en Huginn hyggst halda málinu til streitu og krefjast rúmlega 800 milljóna króna í bætur. Vinnslustöðin er með kröfu upp á tæpan milljarð, en var ekki meðal þeirra sem drógu málshöfðunina til baka í gær.

Segist framkvæmdastjórinn hafa komið af fjöllum þegar tilkynnt var að fimm félög hefðu hætt við í gær, en sagði að farið yrði yfir málið hjá Vinnslustöðinni í dag og því ekki útilokað að Vinnslustöðin falli einnig frá málinu.

Gagnrýnin hafði ekki áhrif

Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni, stjórnarformanns Ísfélags Vestmannaeyja, að gagnrýnin á Alþingi hafi ekki verið ástæðan fyrir því að Ísfélagið hætti við málshöfðunina. Sú ákvörðun hafi verið tekin áður af Guðbjörgu Matthíasdóttur, aðaleiganda félagsins og einum helsta eiganda Árvakurs, sem gefur út Morgunblaðið:

„Hún (gagnrýnin) hafði engin áhrif því að Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélagsins, var áður búin að beina þeirri ósk til stjórnar félagsins að hætta við þessa málshöfðun og stjórnin samþykkti það í [fyrradag],“

er haft eftir Gunnlaugi í Morgunblaðinu og nefnir hann að ákvörðunin hafi einnig verið tilkynnt til eins ráðherra ríkisstjórnarinnar í fyrradag og Ísfélagið hafi boðið hinum útgerðunum að vera með í för.

Það virðist þó ekki hafa náð yfir Vinnslustöðina, ef marka má viðbrögð framkvæmdastjórans þar sem RÚV greindi frá í gær.

Sjá einnig: Hart deilt um skaðabótakröfur útgerðarfyrirtækja – UPPFÆRT:FYRIRTÆKI HÆTTA VIÐ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun