Þrír einstaklingar hafa verið handteknir grunaðir um frelsissviptingu, brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Fólkið var handtekið í hverfi 101 í Reykjavík. Það er vistað fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Nokkrir ökumenn voru stöðvaður grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökurréttindum.
Ökumaður, sem grunaður var um akstur undir áhrifum, fór ekki að fyrirmælum lögreglu og beitti lögreglu ofbeldi með því að bíta lögreglumann. Ökumaðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls.