fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fókus

Kemur alltaf til kirkju á mótorhjólinu: „Annaðhvort fílar fólk mig eða ekki“

Auður Ösp
Sunnudaginn 12. apríl 2020 20:00

Séra Gunnar liggur ekki á skoðunum sínum og er þekktur fyrir orðheppni og húmor.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Sigurjónsson er án efa einn svalasti prestur landsins. Hann gengur um í Harely-Davidson leðurjakka og ekur um á mótorhjóli á milli þess sem hann þjónar sóknarbörnum sínum í Digraneskirkju. Í viðtali sem birtist í páskablaði DV ræðir hann meðal annars um áhuga sinn á kraftlyftingum og rifjar upp eftirminnileg atvik frá 32 ára ferli sínum, meðal annars þegar hann neitaði að gifta par nema þau færu á námskeið í tjáskiptum.

Þetta er aðeins brot úr viðtalinu við Gunnar en viðtalið í heild sinni má finna í nýjasta tölublaði DV.

Vopnin lögð niður um stund

Gunnar sést ætíð koma til kirkju á mótorhjólinu sínu.

„Hjólið er mitt farartæki, hvort sem ég er að fara í kistulagnir í Fossvogi eða að gifta fólk. Til að byrja með fannst mönnum þetta óviðeigandi. En flest af því sem ég hef gert hefur nú orkað tvímælis. Ég er umdeildur. Ég er nú ekki svo aumur að ég sé ekki umdeildur. Ég ætla ekki að reyna að þykjast vera eitthvað sem ég er ekki, annaðhvort fílar fólk mig eða ekki. Það er nóg til af prestum fyrir þá sem gera það ekki. Ég er svo lélegur leikari að ég get ekki sýnt annað en það sem ég er. Mitt prívatlíf er óhefðbundið og ég geri mér nú grein fyrir að ég er ekki eins og fólk er flest. En er það einhver?

Fyrir nokkrum árum var ég að fara að gefa saman hjón í kirkjunni og brúðurin var mætt vel á undan öllum öðrum. Við erum þarna að bíða, hún og ég, þegar hún segir mér að hana hafi alltaf langað að sitja aftan á mótorhjóli; það var eitthvað sem hún hafði aldrei prófað áður. Ég svaraði að ég myndi sko redda því og þegar allir gestirnir voru komnir þá komum við tvö á hjólinu upp að kirkjunni og þaðan labbaði hún inn. Hún sagði við mig: „Ég hefði verið sátt þó ég hefði ekki gert neitt annað í dag… en ég þarf eiginlega að fara að gifta mig núna!“ rifjar Gunnar upp og skellir upp úr.

Á hverju ári stendur Gunnar fyrir mótorhjólamessu í kirkjunni en sú fyrsta var haldin árið 2006. Alltaf er húsfyllir og fyrir utan kirkj- una má telja mörg hundruð hjól á meðan messan stendur yfir. Kirkjan fyllist af leðri og goretex og félagar úr Hells Angels og Outlaws sitja hlið við hlið. Tónlistin er rokk og ról og kántrí inni á milli.

„Þarna leggja menn niður vopnin um stund. Þetta er grundvallaratriði sem ég hef fylgt frá upphafi. Þú kemur ekki þarna inn sem fulltrúi fyrir einhvern klúbb. Ég segi við fólkið að við séum öll jöfn hérna inni. Menn fá ekki að koma þarna inn til að helga sér einhver svæði, þetta er opinn vettvangur.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einstaklega sjarmerandi hús í miðborginni

Einstaklega sjarmerandi hús í miðborginni
Fókus
Í gær

Vilja að Bianca verði handtekin á Spáni: „Maður heyrði fólk segja: Eru þetta alvöru geirvörturnar hennar?“

Vilja að Bianca verði handtekin á Spáni: „Maður heyrði fólk segja: Eru þetta alvöru geirvörturnar hennar?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði