Fjölmennt lið frá björgunarsveitunum, Landhelgisgæslunni og Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu leitar í dag að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long sem ekki hefur spurst til síðan um hádegið á fimmtudag. Bíll konunnar fannst á Álftarnesi og hefur leit að henni beinst að því svæði. RÚV greinir frá þessu. Þyrla Landhelgisgæslunnar er notuð við leitina.
Bíll Söndru, sem er 27 ára, fannst á Álftanesi.
Sandra er grannvaxin, 172 sm á hæð og með mjög sítt, rauðleitt hár. Hún var klædd í svartar buxur, svartan leðurjakka og hvíta strigaskó. Sandra var með hálsklút (karrígulur og blettatígursmunstur) og með svartan og gráan klút/hárband í hárinu. Þess skal getið að Sandra er mjög áberandi rauðhærð.
DV birti í morgun viðtal við náfrænku Söndru og er þar að finna myndband þar sem Sandra sést ganga burt frá heimili sínu í Setbergi í Hafnarfirði.
Uppfært: Samkvæmt frétt á Vísir.is heimsótti Sara vinkonu sína á fimmtudag og fór frá henni um hálfsexleytið.