fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433

Suarez opinn fyrir því að snúa aftur – ,,Ef ég er stjórinn þá gæti það gerst“

Victor Pálsson
Laugardaginn 11. apríl 2020 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luis Suarez, leikmaður Barcelona, er opinn fyrir því að enda ferilinn í heimalandinu, Úrúgvæ.

Þetta segir Sebastian Abreu, fyrrum liðsfélagi Suarez, sem er nú leikmaður og stjóri Boston River í landinu.

Abreu er einnig fyrrum leikmaður Nacional en þar byrjaði Suarez einmitt knattspyrnuferilinn.

Hann er enn í bandi við vin sinn sem hefur gert það gott hjá Ajax, Liverpool og svo Barcelona á ferlinum til þessa.

Abreu stefnir á að taka við Nacional einn daginn og gæti Suarez þá fært sig yfir ef það gerist.

,,Ég ræddi við Suarez og hann sagði mér að ef ég væri stjóri Nacional þá gæti hann snúið aftur,“ sagði Abreu.

Suarez sagði þó sjálfur í febrúar að hann væri ánægður hjá Barcelona og að ef hann spilaði 60 prósent leikja á næsta ári þá myndi samningur hans vera framlengdur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Milos rekinn úr starfi

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar