fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Hilmar: „Þvílík óvirðing“ Situr frekar heima en að taka við ölmusu

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 28. nóvember 2017 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stundum getur maður ekki orða bundist. Hér koma upp hvert málið á fætur öðru þar, sem “Hið Háa“ Alþingi samþykkir lög með öllum greiddum atkvæðum sem maður gæti haldið að þetta fólk hafi ekki einu sinni lesið, hvað þá heldur skoðað hvað þau voru að skrifa undir. Í fyrsta lagi lög sem varða aldraða þar sem frískum ellismellum er hengt fyrir að geta unnið.“

Þannig hefst pistill sem vakið hefur gríðarlega athygli. Pistilinn skrifaði Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari og birti á síðunni Veitingageirinn. Hilmar er þekktur í sínu fagi og sá um margar veislu fyrir Vigdísi Finnbogadóttur á meðan eiginkona hans var ráðskona á Bessastöðum. Einnig setti hann á fót tímaritið Gestgjafann. Þá starfaði Hilmar í Bandaríkjunum um árabil og var einn ötulasti talsmaður íslenska fisksins. Hilmar saknar starfsins en er hættur að vinna sökum aldurs. Hann er þó nægilega frískur til að geta unnið en hann situr frekar heima en að taka við skertum launum.

„Ég er einn af þeim sem gæti verið á vinnumarkaði en sit frekar heima en að þiggja þá ölmusu sem væri í launaumslaginu ef ég væri að vinna,“ segir Hilmar. „Svo maður minnist ekki á þau skammar laun sem menn fá eftir að hafa stritað alla sína tíð og lagt í sameiginlegan sjóð til elliáranna. Þar er hreinlega stolið frá okkur.“

Þá segir Hilmar:

„Svo þetta nýjasta þar sem nemi í matreiðslu er rekin úr landi af því hann er ekki í Háskólanum. Þvílík niðurlæging fyrir iðnaðarmenn á þessu besta landi í heimi. Fjöldi manna sem luku prófi úr Háskóla og Menntaskóla eru ekki að vinna við það sem þeir lærðu, einfaldlega vegna þess að það er ekkert tillit tekið til hversu marga vantar í þá grein sem þeir völdu sér að læra.“

Hilmar starfaði sem iðnaðarmaður í 52 ár og drjúgur tími fór í að kynna Ísland erlendis. Það hefur Hilmar einnig gert hér heim eftir að hann flutti aftur til Íslands árið 2012.

„Í október og nóvember fór ég í 5 skóla hér á Reykjanesi og kynnti um 560 nemum, í eldri deildum, matreiðslunámið,“ segir Hilmar og bætir við:

Um daginn var viðtal við menntamálaráðherra á Sprengisandi í hátt í klukkutíma. Í þessum þætti kom ekki eitt orð um Iðnnám en Menntaskóli og Háskólinn oft nefndir. Þvílík óvirðing fyrir Iðnaðarmönnum þessa lands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar