fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Steingrímur fær forsetann, málverk, bíl og bílstjóra

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 28. nóvember 2017 12:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur J. Sigfússon. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Steingrímur J. Sigfússon verður þingforseti í ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Katrín Jakobsdóttur verði sú stjórn að veruleika. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sagði í morgun að sú stjórn gæti mögulega tekið við á ríkisráðsfundi á fimmtudag. Stjórnarsáttmáli liggur fyrir í megindráttum.

Egill Helgason segir á Eyjunni að sagt sé að samstaða sé um það hjá flokkunum þremur að Steingrímur verði ekki ráðherra en þess í stað forseti Alþingis. Egill segir að orðrómur hafi verið um það að Steingrím hafi langað í embættið.

„Forseti Alþingis er ekki slæmt djobb. Forsetinn nýtur fríðinda sem ráðherrar hafa, hefur meðal annars bíl og bílstjóra. Og eitt enn – forsetinn fær af sér málverk sem er hengt upp í sölum Alþingis. Til að mála eru fengnir sérstakir portrettmálarar,“ segir Egill og bætir við:

„Steingrímur mun semsagt horfa af veggjum þingsins á þingheim framtíðarinnar – á staðnum þar sem hann hefur starfað og talað lengur en gengur og gerist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“