fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Morgunblaðið – „Alþýðusambandið er bersýnilega úr tengslum við efnahagslegan veruleika“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 08:25

Davíð Oddsson telur aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu vera gagnslaust hálfkák.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sérkennilegt er að Alþýðusamband Íslands skuli við þær aðstæður sem nú ríkja hafna alfarið aðgerðum sem Samtök atvinnulífsins lögðu til í því skyni að verja störfin í landinu /Alþýðusambandið er bersýnilega úr tengslum við efnahagslegan veruleika,“

segir í leiðara Morgunblaðsins í dag. Sem kunnugt er þá varð uppnám í miðstjórn ASÍ í gær þegar Vilhjálmur Birgisson sagði af sér embætti varaforseta Alþýðusambandsins og tveir sögðu sig úr miðstjórninni í mótmælaskyni við ákvörðun ASÍ um að hafna því að lækka mótframlag atvinnurekenda í lífeyrisgreiðslur tímabundið til að bregðast við áhrifum Covid-19.

„Eins og fram kemur í yfirlýsingu SA af þessu tilefni hafa meira en 25 þúsund umsóknir um hlutaatvinnuleysisbætur borist Vinnumálastofnun. Augljóst er að þetta eru hamfarir á vinnumarkaði og verkalýðshreyfing sem vill gæta hagsmuna launamanna getur ekki annað en tekið tillit til þessara aðstæðna. Og verkalýðshreyfingin hlýtur að þurfa að horfa til þess að um mánaðamótin tóku gildi verulegar hækkanir launa sem samið var um við allt aðrar aðstæður í efnahagslífinu. Í yfirlýsingu SA kemur fram að launahækkunin auki launakostnað fyrirtækja um 4% og allt upp í 8% hjá sumum fyrirtækjum. Það er gríðarleg hækkun við núverandi aðstæður og fjarri því sem fyrirtækin geta borið,“

segir leiðarahöfundur og nefnir að slíkar hækkanir við núverandi aðstæður hljóti að kosta fjölda starfa að óbreyttu:

 „Hagsmunir launþega eru þess vegna ekki fólgnir í því að forysta verkalýðshreyfingarinnar viðurkenni ekki þann veruleika sem fyrirtækin standa nú frammi fyrir. Það sem SA fór fram á var þó ekki að hætta við eða fresta launahækkunum, eins og gert var árið 2009, heldur að lækka lífeyrissjóðsframlag atvinnurekenda tímabundið. Þetta hefði verið skynsamleg leið og afar mild og þess vegna þarf ekki að koma á óvart að ekki hafi verið samstaða innan ASÍ um að hafna henni. Um leið er óskiljanlegt að þeir sem ráða ferðinni innan ASÍ skuli ekki einu sinni ljá máls á slíkri leið til að verja störf félagsmanna sinna.“

Besta vörnin

Í yfirlýsingu ASÍ frá því í gær segir að formlegt ráðningarsamband, ásamt aðild að stéttarfélagi og réttindi skv. kjarasamningum, sé „besta vörn sem launamaður á vinnumarkaði getur fengið“ og á það reyni núna:

„Samtök atvinnulífsins gagnrýna ASÍ fyrir að gefa ekki eftir kauphækkanir og lífeyrisréttindi við ríkjandi aðstæður og bera saman við stöðuna eftir hrunið 2008. Það er bæði rangt og villandi. Það hefur aldrei staðið á samninganefnd ASÍ að eiga samtal við atvinnurekendur og stjórnvöld um sameiginlegar lausnir. Þeir afarkostir sem Samtök atvinnulífsins stilltu upp gagnvart samninganefnd ASÍ var hins vegar hafnað af miklum meirihluta nefndarinnar eftir breitt samráð við bakland innan verkalýðshreyfingarinnar. Ábyrgðina er ekki hægt að setja á launafólk sem nú þegar hefur orðið fyrir miklum búsifjum. Alþýðusamband Íslands mun standa vörð um þær vinnumarkaðsaðgerðir sem ákveðnar hafa verið og gerir sömu kröfur til atvinnurekenda og samtaka þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar