fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

28 þúsund manns á atvinnuleysisbótum – Uppsagnarhrina gengur yfir Ísland

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 31. mars 2020 08:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi höfðu 17 fyrirtæki tilkynnt um hópuppsagnir sem náði til minnst 695 starfsmanna. Morgunblaðið greinir frá. Að sögn Unnar Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, munu fleiri uppsagnir bætast við í dag.

Hún segir slíkar tölur ekki hafa sést síðan WOW sagði upp sínu starfsfólki fyrir ári síðan, og þar áður hafði slíkt ekki sést síðan frá bankahruninu.

Mest eru þetta fyrirtæki í verslun og ferðaþjónustu.

Um 4000 fyrirtæki höfðu í gær sótt um minnkað starfshlutfall rúmlega 20 þúsund starfsmanna og um átta þúsund starfsmenn sóttu um atvinnuleysisbætur og því eru um 28 þúsund manns að fá bætur að einhverju leyti, að fullu eða að hluta til.

Atvinnuleysi hafði aukist áður en kórónuveirufaraldurinn lét á sér kræla en ljóst er að hann hefur enn meiri áhrif.

 

Sjá einnig: Atvinnuleysi á Íslandi tvöfaldast síðan 2017 – 40% atvinnulausra eru erlendir ríkisborgarar

Sjá einnig: Atvinnuleysi var 1% árið 2017 – Er nú tæp 5% – Gert ráð fyrir 26 milljörðum í greiðslu atvinnuleysisbóta á þessu ári

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að