fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Ekið á mann í Grafarvogi – Sá slasaði fór sjálfur á Læknavaktina

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. mars 2020 07:42

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð var um skráningar í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Tilkynnt var um þjófnað úr matvöruverslun við Fiskislóð og þeir grunuðu stöðvaðir er þeir yfirgáfu verslunina með varning sem þeir greiddu ekki fyrir.

Rétt fyrir klukkan 18 var tilkynnt um þjófnað á vesku úr yfirhöfn starfsmanns í fyrirtæki í Árbæ. Yfirhöfnin hafði verið í kaffistofu í veskinu var greiðslukort, ökuskírteini og reiðufé.

Laust eftir níu í gærkvöldi var tilkynnt um slys á Víkurvegi í Grafarvogi. Ekið var á mann sem kom sér sjálfur á Læknavaktina, með verki í olnboga en óbrotinn þó. Hann var úti að hlaupa er óhappið varð og ökumaðurinn segist ekki hafa séð manninn.

Um hálf ellefu í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað á farsíma á veitingastað við Laugaveg í Reykjavík. Kona sem grunuð er um þjófnaðinn er einnig grunuð um fjársvik þar sem hún yfirgaf staðinn án þess að greiða fyrir veitingar sem hún hafði fengið.

Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var ökumaður stöðvaður í Árbæ grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Um hálf fjögur í nótt var ökumaður stöðvaður í miðbæ Reykjavíkur. Hann reyndist aðeins vera sextán ára og því án ökuréttinda. Tveir farþegar voru í bílnum, en þeir voru einnig sextán ára. Málið var tilkynnt til Barnaverndar og afgreitt með foreldrum barnanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“