fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Hörmulegar afleiðingar matarboðs – 4 létust af völdum COVID-19

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. mars 2020 07:02

Fusco fjölskyldan í matarboðinu. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega hélt Fusco fjölskyldan, sem býr í New Jersey í Bandaríkjunum, matarboð. Það hafði hræðilegar afleiðingar því fjórir fjölskyldumeðlimir létust í kjölfarið af COVID-19 veirunni sem þeir smituðust af í boðinu. Fjórir til viðbótar smituðust og eru enn á sjúkrahúsi.

Á miðvikudaginn lést Grace Fusco, 73 ára, af völdum veirunnar. Þegar hún lést vissi hún ekki að áður hafði veiran orðið elsta syni hennar og dóttur að bana. Elsta dóttir hennar, Rita, lést nokkrum dögum áður 55 ára að aldri. Elsti sonur hennar, Carmine, lést nokkrum klukkustundum á undan móður sinni. Frændi þeirra, Vincent Fusco, lést á fimmtudaginn af völdum veirunnar.

The New York Times hefur eftir Paradiso Fodera, frænda þeirra og lögmanni fjölskyldunnar, að fjórir til viðbótar úr fjölskyldunni séu smitaðir af veirunni og liggi á sjúkrahúsi, þar af eru þrír í lífshættu.

Tæplega 20 fjölskyldumeðlimir eru nú í sóttkví vegna málsins.

„Ef þeir eru ekki í öndunarvél, eru þeir í sóttkví. Þetta er svo hræðilegt. Þeir geta ekki einu sinni syrgt eins og þeir vildu.“

Sagði Fodera.

Embættismenn telja að smit fjölskyldunnar megi rekja til John Brennan, 69 ára, sem var fyrsti íbúinn í New Jersey til að látast af völdum veirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?