fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Beðið eftir spennunni

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 3. september 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Poldark er á kominn aftur á skjáinn hjá RÚV. Veri hann velkominn! Það verður að segjast eins og er að atburðarásin í fyrstu þáttunum er ekki verulega spennandi. Það fór samt smá hrollur um mann þegar gamla konan, Agatha frænka, einn sterkasti karakter þessa myndaflokks, sagði myrkri röddu að bölvun hvíldi yfir nýfæddum syni Elísabetar. Í þáttum eins og þessum boða svoleiðis spár ekki gott. Það flækir málið svo verulega að svo virðist sem Ross Poldark sé faðir drengsins, en ekki eiginmaður Elísabetar, hinn illi George. Hvað gerist ef George fer að gruna að svo sé. Hann er ekki maður sem ber harm sinn í hljóði heldur lætur hefndina tala.

Maður bíður eftir að spennan taki völdin í Poldark og það hlýtur að gerast. Á meðan svo er ekki hefur maður vissa ánægju af að fylgjast að lífsbaráttu aðalpersónanna. Vonandi fer samt ekki fyrir þessum þáttum eins og svo mörgum að þeir verða svo langdregnir að maður finnur fyrir þreytu. Það á til dæmis við um Spilaborg þar sem sagan er dregin svo á langinn að sú hugsun verður áleitin hvort ekki fari að líða að síðustu þáttaröð. Maður getur ekki eytt mörgum árum af ævi sinni í áhorf á þátt sem virðist ætla að verða endalaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu
Fókus
Í gær

Birti myndir af sjúkrabeði – Systirin hvetur hana til að vera sterk

Birti myndir af sjúkrabeði – Systirin hvetur hana til að vera sterk
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform