fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Sonur Herberts Guðmundssonar biður afgreiðslufólk sem lentu í Herberti á kókaín niðurtúr afsökunar

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 1. september 2017 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svanur Herbertsson, sonur tónlistarmannsins Herberts Guðmundssonar, vill biðja afgreiðslufólk um land allt afsökunar fyrir hönd föður síns. Þetta gerir hann í Facebook-hópnum Sögur af dónalegum viðskiptavinum.

„Fyrir hönd House Herbertson vill ég biðjast afsökunar fyrir hönd föður míns, hann er mjög sérstakt eintak og ég hef verið að reyna siða hann til í gegnum árin og það gengur misvel, en hann á líka snilldar moment inn á milli, vonandi fleiri en á „KókHebba“ tímabilinu þegar hann kíkti niðrá Olís í Mjódd á kók niðurtúr að kaupa Salem Slims handa mömmu og tók Herbertinn á liðið,“ skrifar Svanur.

Svanur segir að faðir sinn sé mikið skárri í dag og brýnir fyrir fólki að vera kurteist við afgreiðslufólk. „Og munið börnin góð ekki „Taka Herbertinn“ á starfsfólk jafnvel þó það sé stundum freðið í vinnunni, ég meina fokk ég vann einu sinni í 10/11, ef ég hefði ekki verið skakkur uppá dag í því starfi hefði ég örrugglega púllað hostage situation í Grímsbæ hérna í den,“ skrifar Svanur.

Í samtali við DV segir Svanur að færslan hafi nú fyrst og fremst verið til gamans gerð enda séu þeir feðgar fyrir löngu búnir að segja skilið við fíkniefni, hann sjálfur í tvö ár en Herbert í tíu ár. „Vinur minn sýndi mér þetta fyrir nokkrum dögum að það væri þráður þarna að ræða frægt fólk og framkomu þeirra við starfsfólk, mér fannst þetta alveg ótrúlega fyndið en fannst samt að fólk ætti skilið einhverskonar afsökunarbeiðni með smá húmor, fá fólk aðeins til að brosa í leiðinni,“ segir Svanur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum