Hjónin ráku netverslunina frá 2013 til 2017 og verslaði fjöldi fólks við þau. En eitthvað virðist hafa skort á efndir því 118 viðskiptavinir fengu vörurnar, sem þeir keyptu, aldrei. Ekki fylgir sögunni hvaða vörur er um að ræða en það var brasilíska ESPN sem skýrði frá málinu.
Málið er greinilega mjög alvarlegt miðað við þyngd dómsins því refsiramminn fyrir brot sem þessi er 30 ára fangelsi og því er óhætt að segja að 116 ára fangelsisdómur sé mjög þungur. Shayene getur kannski huggað sig við að ekki má dæma fólk til lengri fangavistar en 30 ára. Spurningin er hvað gerist þegar málið verður tekið fyrir á efri dómsstigum en hún hefur nú þegar ákveðið að áfrýja dómnum.
Shayene hefur skrifað um málið á Instagram og lýst yfir sakleysi sínu. Hún segist ekki vera í haldi og verði ekki handtekin og þess utan sé hún ekki eftirlýst eins og sumir hafa haldið fram. Hún segir jafnframt að málið snúi að fyrrum eiginmanni hennar og hafi komið illa niður á henni. Þegar þau skildu hafi hann tekið við öllu tengdu fyrirtækinu og beri alla ábyrgð á því. Hún er auk þess iðin við að birta myndir af sér á Instagram og nýtur töluverðra vinsælda þar.
https://www.instagram.com/p/B9QBA-AJnX-/?utm_source=ig_embed