fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Martraðakenndur mánudagur Þorvaldar: Sködduð heyrn eftir atvikið í gufunni og bíllinn í rúst

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. mars 2020 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega hafa fáir landsmenn upplifað eins slæman mánudag og Þorvaldur Jón Ottósson. Fréttablaðið í dag greinir frá því að hann sé með skaddaða heyrn eftir slys í gufu. Til að bæta gráu ofan á svart þá kom hann fyrr um daginn að bíl sínum stórskemmdum.

Þorvaldur segist vera fastagestur í sund en það var í gufunni í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði þar sem atvikið átti sér stað. Þar hrundi ofn gufubaðsins skyndilega á gólfið.

„Ég hef sótt þessa sundlaug reglulega í tvö ár og við vorum þarna tveir inni í gufubaðinu. Þetta er lítið rými með flísum og þetta var ekkert eðlilegur hávaði sem myndaðist þarna innandyra. Þetta var eins og sprenging og það þekki ég vel enda unnið sem jarðvegsverktaki og komið fyrir ófáum sprengihleðslum í gegnum tíðina,“ segir Þorvaldur.

Hann segist heppinn að ekki fór verr þó heyrnin hafi skaddast. „Við vorum í raun stálheppnir að slasa okkur ekki enn verr því að ef við hefðum setið á öðrum stað í klefanum þá hefði ofninn farið ofan á okkur. Það var lán í óláni,“ segir Þorvaldur.

Fyrr um þennan sama dag hafði Þorvaldur komið að bíl sínum á kafi í snjó. Svo virðist sem öllum snjó í nágrenninu hafi verið safnað saman og hent ofan á bílinn hans. Myndir af þessu má sjá á Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

JD Vance hafður að háði og spotti fyrir sagnfræðikunnuáttu sína

JD Vance hafður að háði og spotti fyrir sagnfræðikunnuáttu sína
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“
Fréttir
Í gær

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa