fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Pressan

Var þreyttur á eiginkonunni og ók hjólastól hennar út í vatn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. mars 2020 21:00

Helen Dansie. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peter Rex Dansie, 71 árs Ástrali, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt 67 ára eiginkonu sína, Helen Dansie, árið 2017. Hún þurfti að nota hjólastól og gerði Peter sér lítið fyrir og ók henni í hjólastólnum út í vatn í Adelaide. Ástæðan er að hann var orðinn þreyttur á henni.

Hann á ekki möguleika á reynslulausn fyrr en eftir 25 ár og því verða að teljast litlar líkur á að hann losni nokkru sinni úr fangelsi.

David Lovell, sem dæmdi málið, sagði að Peter hafi haft tvær ástæður fyrir morðinu. Hann hafi ekki elskað Helen og hann hafi haft í hyggju að stofna til kynlífssambands við aðra konu sem býr í Kína. Hann hafði keypt sér flugmiða til Kína en áður en hann komst af stað gerði lögreglan húsleit heima hjá honum. Við hana fannst ferðataska full af smokkum, stinningarlyfinu Viagra, kynlífsleikföngum og æsandi undirfatnaði.

„Þetta var kaldrifjað morð á manneskju sem gerði þau mistök ein að trúa á þig.“

Sagði Lovell sem sagði einnig að morðið hafi verið skipulagt.

Saksóknari sagði fyrir dómi að Peter hafi myrt Helen því hún hafi verið honum fjárhagsleg byrði. Hún var menntaður örverufræðingur. Hún fékk hjartaáfall á tíunda áratugnum og þurfti að nota hjólastól eftir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm