fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Uppskrift að harmleik

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 23. september 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný persóna birtist í Poldark, geðug, hlédræg og heiðarleg. Það er Morwenna. Óblíð örlög virðast bíða hennar. Slepjulegur og á allan hátt ógeðfelldur karlhlunkur girnist hana. Langlíklegast er að hún verið neydd í hjónaband með honum og eigi eftir að þjást skelfilega. Hún elskar ungan og fallegan mann en aðstæður eru þannig að þeim virðist skapað að skilja.

Þetta er ekki gott ástand og skapar ákveðna vanlíðan hjá okkur aðdáendum Poldark-þáttanna. Við höfum þurft að horfa upp á ýmislegt sorglegt í þessum þáttum, eins og þegar Demelza missti barnið sitt. Svo sáum við hið nánast ófyrirgefanlega framhjáhald Ross með Elísabetu. Það tók okkur tíma að jafna okkur á þeim ósköpum. Nú virðumst við þurfa að horfa upp á skelfilega óhamingju hinnar saklausu og blíðlyndu Morwennu. Auðvitað getur svosem verið að allt fari vel, en varasamt er að treysta því. Hið illa karlverldi hefur nefnilega nánast öll völd í þessum þáttum. Einstaka kona rís upp og berst af þrjósku, eins og Demelza. Aðrar gefast upp eins og Elísabet, sem ég sé ekki betur en að sé lögst í dagdrykkju. Hún sést óeðlilega oft vansæl á svip með glas í hendi. Morwenna er enn líklegri til að gefast upp. Hún virðist algjörlega varnarlaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu
Fókus
Í gær

Birti myndir af sjúkrabeði – Systirin hvetur hana til að vera sterk

Birti myndir af sjúkrabeði – Systirin hvetur hana til að vera sterk
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform