fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024

Margrét Gnarr birtir kroppamyndir eftir barnsburð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 28. febrúar 2020 08:48

Margrét Gnarr. Mynd: Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn og fyrrum atvinnu bikinífitness-keppandinn Margrét Gnarr eignaðist sitt fyrsta barn fyrir sex vikum síðan.

Margrét glímdi við átröskun í mörg ár og hefur verið í bata síðan 2018. Hún hefur verið mjög opinská varðandi bataferlið og hvaða áhrif meðgangan hefur haft á  líkamsímynd hennar í ljósi átröskunarsögu hennar.

Sjá einnig:  Margrét Gnarr var komin með hjartsláttatruflanir vegna átröskunar: „Ég var orðin hrædd um líf mitt“

Margrét heldur úti vinsælli Instagram-síðu sem er með rúmlega 86 þúsund fylgjendur. Þar hefur hún verið dugleg að deila myndum af sér í gegnum meðgönguna og hvernig henni hefur liðið hverju sinni.

Sjá einnig: Besta fyrir og eftir mynd Margrétar Gnarr til þessa

Hún hefur haldið því áfram eftir fæðingu og deildi fyrstu kroppamyndinni um fjórum vikum eftir að sonur hennar fæddist.

https://www.instagram.com/p/B8W2e_8lNtB/

„Hamingja er ekki ákveðin stærð. Ég er stærri og mýkri en nokkurn tíma áður. Og ég hef aldrei elskað líkama minn eins mikið. Þessi líkami var að búa til manneskju! Ég á erfitt með að trúa því sem ég hef látið hann þola í gegnum árin til að ná hinu „fullkomna“ formi og ég mun aldrei gera það aftur,“ skrifaði hún með myndinni.

https://www.instagram.com/p/B8rbx1slK8n/

Margrét deildi síðan aftur mynd af líkama sínum fimm vikum eftir fæðingu.

„Áður en ég var í bata og áður en ég varð ólétt var ég MIKLU minni! Ég var líka með þráhyggju að vera svona lítil allt árið og ég lét líkama minn ganga í gegnum helvíti til að halda honum svona grönnum. Ýttu á örina til hægri til að sjá hvað ég á við,“ skrifaði Margrét Gnarr.

„Ég var með það á heilanum í 15 ár af lífi mínu. En EKKI LENGUR! Mér er sama um töluna á vigtinni. Mér er sama um allar stærðartölur. Eina sem skiptir mig máli er heilsa mín og ég elska líka að sjá líkama minn breytast með auknum vöðvamassa og ég elska tilfinninguna þegar ég get lyft þyngra en áður. Ég elska líka að borða og get ekki ímyndað mér að svelta mig aftur.“

https://www.instagram.com/p/B9CrjPaD5KY/

Í gær deildi hún svo aftur nýrri mynd, sex og hálfri viku eftir fæðingu. Í færslunni sagði hún frá því hvernig hún æfði á meðgöngu og hvernig hún hefur verið að æfa eftir meðgöngu.

„Í dag finnst mér ég geta ALLT en ég þarf ennþá að fara varlega í öllum kviðæfingum,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Liverpool ætlar að taka þátt í kapphlaupinu við Arsenal og Manchester United

Liverpool ætlar að taka þátt í kapphlaupinu við Arsenal og Manchester United
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Segja samdrátt vera staðreynd í rússneska hagkerfinu

Segja samdrátt vera staðreynd í rússneska hagkerfinu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.