Mánudagur 17.febrúar 2020
Bleikt

Besta fyrir og eftir mynd Margrétar Gnarr til þessa: „Ég trúi þessu ekki enn þá!“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 15:13

Margrét Gnarr. Mynd: Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Gnarr, einkaþjálfari og atvinnumaður í bikinífitness, hefur verið í hléi frá keppni til að ná bata. Hún hefur glímt við lystarstol og lotugræðgi frá því að hún var fjórtán ára.

Margrét opnaði sig um átröskunina í einlægu viðtali við DV fyrr á árinu.

Sjá einnig: Margrét Gnarr var komin með hjartsláttatruflanir vegna átröskunar: „Ég var orðin hrædd um líf mitt“

Margrét heldur úti vinsælum Instagram-aðgangi og er með rúmlega 89 þúsund fylgjendur. Hún er ófeimin að tjá sig um átröskunina og batann. Hún deilir reglulega fyrir og eftir myndum af sér, eins og þessari hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Margret Gnarr (@margretgnarr) on

Nú hefur Margrét deilt bestu fyrir og eftir myndinni að okkar mati. Á fyrri myndinni má sjá Margréti þegar hún var að keppa í bikinífitness og hafði ekki farið á blæðingar í tvö ár. Á seinni myndinni má sjá hana í dag, komin fjórtán vikur á leið með sitt fyrsta barn.

View this post on Instagram

Still can’t believe it!! . Over a year ago I was extremely ill. I had been under eating and over exercising for too long. I was obsessed about being leaner and leaner. I wanted to be the best IFBB bikini pro in the world & wasn’t going to let anything stop me. Until I almost had a heart attack!!!🤯 In the month of april last year I decided to take a break to recover & many of you have stuck around to support me which I am so thankful for💖💖💖 . I have been dealing with an eating disorder since I was 14 years old & when I was around 23 years old I thought I had ruined my chances of ever getting pregnant. After one year of trying I was convinced I was infertile😢 . After one year of staying in recovery, allowing my body to heal & practising selflove a miracle happened!! It all started with these crazy mood swings😐 I thought that I might still be dealing with some hormonal imbalance & thought it would pass once that time of the month struck. My menstrual cycle was still all over the place & to me it was normal for it to be couple of weeks longer but then I decided to just take a test. I had taken many tests in the past, that turned out to be negative & then the following day my period would start so I thought that would 100% happen…. BUT NO🙈 . I got a positive test which at first O didn’t belive so I also had a blood test done & that made me a believer🥰 . All I had to do was to let go if my ED obsessions, gain bodyfat, exercise less & practise self love🙏🏻 I also stopped drinking alcahol which probably helped as well🙂 . I hope this post inspires anyone out there with the same fears I used to have & gives you hope🙏🏻💖💖💖

A post shared by Margret Gnarr (@margretgnarr) on

„Ég trúi þessu ekki enn þá!!“ Skrifar Margrét með myndinni.

„Fyrir aðeins ári síðan var ég ótrúlega veik. Ég hafði verið að borða allt of lítið og æfa allt of mikið í allt of langan tíma.

Ég var með það á heilanum að verða grennri og grennri. Ég vildi vera besti IFBB bikinífitness keppandi í heimi og ég ætlaði ekki að láta neitt stoppa mig.

Þar til ég fékk næstum því hjartaáfall! Í apríl mánuði á síðasta ári ákvað ég að taka mér hlé frá því að keppa til að ná bata og mörg ykkar hafið haldið áfram að fylgja mér til að styðja mig, og ég er mjög þakklát fyrir það.

Ég hef verið að glíma við átröskun síðan ég var fjórtán ára og þegar ég var um 23 ára þá hélt ég að ég hefði eyðilagt möguleika minn að verða ólétt. Eftir að hafa reynt í eitt ár þá var ég sannfærð um að ég væri ófrjó.

Eftir eitt ár í bata, að leyfa líkama mínum að jafna sig og æfa sjálfsást, gerðist kraftaverk.

Það byrjaði allt á rosalegum skapsveiflum. Ég hélt að ég væri kannski enn þá að díla við hormóna ójafnvægi og þetta myndi líða hjá. Tíðarhringurinn minn var enn þá óreglulegur og fyrir mig var eðlilegt að byrja nokkrum vikum seinna á túr.

En ég ákvað að taka óléttupróf. Ég hafði tekið mörg próf áður fyrr sem voru öll neikvæð og byrjað svo á túr daginn eftir. Ég hélt að það myndi hundrað prósent gerast aftur. EN NEI.

Ég fékk jákvætt próf og trúði því ekki. Ég fór í blóðprufu líka og það lét mig trúa niðurstöðunum.

Það eina sem ég þurfti að gera var að sleppa átröskunar þráhyggjum mínum, bæta á mig líkamsfitu, æfa minna og æfa sjálfsást. Ég hætti líka að drekka áfengi sem hefur örugglega líka hjálpað.

Ég vona að þessi færsla veiti einhverjum innblástur sem er í sömu sporum og ég var og gefi ykkur von.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Heitasta eftirpartíið sem allir vilja fá boð í

Heitasta eftirpartíið sem allir vilja fá boð í
Bleikt
Fyrir 1 viku

Mætti á Óskarinn og fólk er ruglað í ríminu: „Hendið henni út!“

Mætti á Óskarinn og fólk er ruglað í ríminu: „Hendið henni út!“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hneyksluð yfir vefsíðu tískufyrirtækis: „Það er eins og ég sé að skoða klám“

Hneyksluð yfir vefsíðu tískufyrirtækis: „Það er eins og ég sé að skoða klám“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Tilfinningaþrungnar myndir – Fæddi andvana fóstur heima

Tilfinningaþrungnar myndir – Fæddi andvana fóstur heima
Bleikt
Fyrir 1 viku

Bað eiginmanninn um trekant með öðrum karlmanni  – Hefði betur sleppt því

Bað eiginmanninn um trekant með öðrum karlmanni  – Hefði betur sleppt því
Bleikt
Fyrir 1 viku

Courtney opnar sig um hjónabandið alræmda – 16 ára og 50 ára: „Ég er enn að reyna að átta mig á því sem gerðist“

Courtney opnar sig um hjónabandið alræmda – 16 ára og 50 ára: „Ég er enn að reyna að átta mig á því sem gerðist“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Klámfíknin komin úr böndunum: „Ég finn ekki viljastyrkinn til að hætta“

Klámfíknin komin úr böndunum: „Ég finn ekki viljastyrkinn til að hætta“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ólétt og nísk – Keypti nýlega hús og leitar í ruslagámum: „Fjölskylda mín hefur gert þetta í áratugi“

Ólétt og nísk – Keypti nýlega hús og leitar í ruslagámum: „Fjölskylda mín hefur gert þetta í áratugi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.