fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Heiðar blæs á krepputal: „Við stöndum miklu betur en við höfum nokkurn tíma gert í sögu landsins“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 13:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við stöndum miklu betur en við höfum nokkurn tíma gert í sögu landsins,“ segir Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og forstjóri Sýnar í viðtali við Bylgjuna í morgun. Töluverður samdráttur er orðinn í efnahagslífinu með tilheyrandi vaxandi atvinnuleysi. Loðnubrestur og samdráttur í ferðaþjónustu vega þungt. Heiðar segir lykilatriði að ráðist verði í innviðafjárfestingu.

„Stjórnvöld hafa þetta í hendi sér og geta bara farið í þær framkvæmdir sem fyrir liggja. Ef þau vilja ekki nota sína peninga þá á lífeyriskerfið fimm þúsund milljarða og er í vandræðum með að koma þeim fjármunum fyrir,“ segir Heiðar.

Heiðar bendir á að tvöföldum Reykjanesbrautar og ýmis fleiri verkefni af því tagi séu þjóðhagslega hagkvæm og gefi 15-20% ávöxtun. Nægur slaki sé í verktakabransanum til að fara í nokkur verkefni á sama tíma.

Heiðar hrósar Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra fyrir að stíga fram og leggja til 50 milljarða fjárfestingu í innviðaframkvæmdum. Hins vegar sé umræðan um þessi mál ótrúlega lítil á Alþingi:

„Mér líður oft eins og mér hafi verið boðið í matarboð en það er enginn matur, bara rosalega fínar skreytingar. Það eru allir að spá í aukahlutunum, skrautinu, en það er enginn að spá í því sem raunverulega skiptir máli. Auðvitað á að ræða um jafnréttismál og loftslagsmál en ef það er brýn þörf á að taka saman höndum og bregðast við því sem er að gerast í efnahagslífinu, einbeitum okkur þá að því í þrjá, fjóra eða fimm mánuði,“ segir Heiðar og bendir jafnframt á að gjaldeyrisforði þjóðarinnar sé 800 milljarðar og því til staðar nægir fjármunir til að ráðast í vinnviðaframkvæmdir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu
Fréttir
Í gær

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs