fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Fókus

Bubbi: „Legg til að fólk hætti að pæla í pólitík og fari að stunda munmök“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 15. september 2017 19:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sem oft hefur skellt sér í hlutverk þjóðfélagsrýnis, bæði í textagerð og pistlum hefur ekki haft hátt um tíðindi dagsins. Í gær skrifaði hann pistil á Facebook þar sem sagði einfaldlega: „Enga skoðun.“ Er það tilvísun í lag sem ber sama nafn og er smíðað utan um frasa sem Bubbi hefur notað síðustu mánuði á samfélagsmiðlum. Í kynningu á laginu segir að textinn sé „brosmild mótmæli þess hversu fljótt umræða á netinu getur afvegaleiðst, orðið ósanngjörn og ljót.“ En Bubbi hefur oftar en einu sinni fengið það óþvegið í kommentakerfum fjölmiðla.

Uppástunga Bubba eftir tíðindi dagsins er í óvenjulegri kantinum en hann segir á Facebook:

„Legg til að fólk hætti að pæla í pólitík og fari að stunda munmök“

Júlíus Blómkvist spyr hvort ekki sé hægt að gera bæði í einu og Bubbi svarar:

„Nei pólitík tæmir liminn af blóði og þurrkar rósina.“

Bubbi tjáði sig svo á Facebook þar sem hann hélt áfram að skrifa um kynlíf sem virðist vera hans vinkill á hin stóru tíðindi dagsins. Innlegg kóngsins hljóða svo:

„Kynhvötin er blessun en getur verið líka böl. Það er lygi sem mamma sagði að skrímsli væru ekki til skrímsli eru til. Og sjáendur geta sannarlega verið blindir. Samfélög breytast en mannlegt eðli er það sama og fyrir þrjúþúsund árum. Græðgi valdasýki óeðli. En líka ljós kærleikur mildi og menska. Samfélag okkar er í auga stormsins við þokumst hægt í rétta átt við fólkið erum í raun það sem breytir samfélaginu því mátt þú ekki gleyma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi aðstoðarkona Katrínar sópar Markle af samfélagsmiðlum um leið og hún segir starfinu lausu

Fyrrverandi aðstoðarkona Katrínar sópar Markle af samfélagsmiðlum um leið og hún segir starfinu lausu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gæsahúð og góðar minningar

Gæsahúð og góðar minningar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Syrgir móður sína

Syrgir móður sína
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jennifer Lopez svarar aðdáanda eftir fjóra skilnaði

Jennifer Lopez svarar aðdáanda eftir fjóra skilnaði
Fókus
Fyrir 6 dögum

Birta og Króli eiga von á dreng

Birta og Króli eiga von á dreng