fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hótar verkfallsaðgerðum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 10:19

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samninganefnd Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna mun vísa kjaradeilu sinni við ISAVIA og SA til ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að samningaviðræður hafi gengið vel en að lokum hafi eitt atriði staðið eftir sem hvorugur aðilinn vildi gefa eftir. Í kjölfarið mun LSS vísa til ríkissáttasemjara og í versta falli grípa til verkfallsaðgerða.

Um er að ræða ágreining um félagafrelsi:

„Frá 2012 hefur LSS ekki getað tekið á móti nýjum félagsmönnum vegna ákvæðis um gildissvið samnings í 18. grein í kjarasamningi LSS. Á þeim tíma var LSS að reyna að vernda lögvarið starf slökkviliðsmanna sem störfuðu á flugvöllum landsins. Inn í kjarasamninginn var sett grein varðandi gildissvið samningsins  að eingöngu þeir sem væru með löggildingu skv. lögum um brunavarnir og uppfylltu reglugerð um flugvelli gæti sótt um inngöngu í LSS.  Í kringum 2010 hættu flugvellir landsins að vinna eftir lögum um brunavarnir og þurftu starfsmenn ISAVIA ekki lengur að uppfylla kröfur sem gerðar voru til slökkviliðsmanna, þ.e. ráða aðila með löggildingu á þessu sviði. Frá þeim tíma starfa flugvellir landsins eftir reglugerð um flugvelli (ekki alþjóðafluvellir) og evrópureglugerðum. Í kjölfarið lagði ISAVIA niður slökkvilið á flugvöllum í núverandi mynd, tók upp slökkvi- og björgunarþjónustu og jók verkefnum á þessa starfsmenn. LSS setti sem kröfu að aðilar þyrftu að vera með löggildingu og voru að reyna að  tryggja að það yrði áfram löggilding fyrir þá sem sinna  slökkvi- og björgunarþjónustu á flugvöllum. Svo var reyndin önnur og er þetta ákvæði að hindra það að nýir starfsmenn sem sinna slökkvi- og björgunarþjónustu geti tilheyrt fagstéttarfélaginu. Að mati LSS er félagafrelsi ekki virt og ISAVIA sé viljandi að eyða tilveru LSS út úr sinni tilveru í dag.  Í dag er ekki gerð krafa um löggildingu til slökkvistarfa á flugvöllum.“

Vísun til ríkissáttasemjara LSS og ISAVIA

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“