fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Virði kísilverksmiðju United Silicon í frjálsu falli – Lækkað um 4.2 milljarða

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. febrúar 2020 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein umdeildasta verksmiðja Íslands, kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík, hefur fallið hratt í verði. Hún er í eigu Arion banka, sem bókfærði hana á 6.9 milljarða í lok mars 2019.

Um áramótin var virði hennar fært niður í 2.7 milljarða, sem er lækkun upp á 4.2 milljarða. Þetta kemur fram í ársreikningi Arion banka og Kjarninn greinir frá.

Eignir og rekstur verksmiðjunnar voru færðar í dótturfélag Arion banka, Stakksberg, sem hugðist síðan selja reksturinn áfram. Stóð til að endurræsa verksmiðjuna, þrátt fyrir aukinn kostnað, mótmæli íbúa og viðbótarkostnað vegna nýs umhverfismats.

Þrátt fyrir þetta hækkaði bókfært virði verksmiðjunnar í bókhaldi Arion banka, en lækkaði síðan þegar nær dró áramótum.

Verksmiðjan hefur ekki verið starfhæf síðan september 2017 og eru taldar litlar líkur á að hún verði seld, þar sem óvissa er á mörkuðum með silicon og margir framleiðendur hafi hætt framleiðslu og lokað verksmiðjum sínum.

Kostnaður við uppsetningu verksmiðjunnar er talinn um 22 milljarðar króna.

Arion banki hefur þegar greitt 21 milljón í sekt vegna verksmiðjunnar, samkvæmt sátt við Fjármálaeftirlitið. Þar viðurkenndi Arion banki að láðst hafi að skrá greiningu hagsmunaárekstra í tengslum við kaup lífeyrissjóða á skuldabréfum á árinu 2015 og þátttöku þeirra í hlutafjárhækkunum Sameinaðs Sílikons hf. á árunum 2016 og 2017, með skipulegum og formlegum hætti.

Sjá nánar: Arion banki greiðir sekt vegna United Silicon

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki