fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Gústaf flytur frá Íslandi: „Þurfa aldrei að skafa bílrúður“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 4. september 2017 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gústaf Níelsson hefur ásamt konu sinni tekið stóra ákvörðun og ákveðið að flytja af landi brott. Hafa hjónin ákveðið að flytja til Spánar. Gústaf er landsþekktur. Hann er sagnfræðingur að mennt og hefur lengi verið viðloðandi stjórnmál. Gústaf segir á Facebook:

„Til þess að gera langt mál stutt erum við hjónakornin flutt til Spánar í aðalatriðum og höfum losað okkur við veraldlegar eigur okkar á Íslandi.“

Þá fagnar Gústaf því að þurfa ekki aftur að skafa bílrúður:

„Á láglendi Spánar taka menn ekki storminn í fangið og þeir þurfa aldrei að „skafa bílrúður“. Á Spáni er þúsundkallinn verðmætur og fólkið vingjarnlegt og það sem meira er; heilsugæslustöðin í næstu götu, barinn í sjötíu skrefa fjarlægð og bæjarbókasafnið í fimmtíu, svo ekki sé nú talað um eina fimm golfvelli í innan við tíu mínútna akstursfjarlægð frá höfuðstöðvum okkar manns,“ segir Gústaf og bætir við:

„Ég sakna þó sundlaugarinnar í Árbænum og félagsskaparins þar, svo ekki sé nú talað um hina knáu „Blásteinunga“.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King