fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Kynning

Hættu að væla komdu að kæla: „Ég vissi hvernig það var að vera á botninum …“

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 15. febrúar 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögur ár eru liðin síðan Vilhjálmur Andri Einarsson hóf ferðalag sitt til betri heilsu og breytingin er með ólíkindum. Andri var langt leiddur í þunglyndi og þjakaður af krónískum bakverkjum eftir að hafa orðið fyrir mænuskaða 13 ára. Hann deyfði sársaukann með lyfjum og áfengi sem hafði sitt að segja þar til hann einfaldlega gat ekki meir. „Ég stóð í skilnaði á þessum tíma og sá enga framtíð. Mig langaði mest til þess að stimpla mig út,“ segir Andri.

Andri og Tanit standa á bak við Hættu að væla komdu að kæla námskeiðin.

Hætti loks að væla

Andri stóð hér ákveðnum þröskuldi og hafði engu að tapa að honum fannst. „Ég skráði mig á námskeið til að læra að hreyfa mig. Á námskeiðinu barst talið að Hollendingnum Wim Hof sem er frægur fyrir að geta þolað ýkt kuldaskilyrði. Ég hafði séð myndband með þessum gæja og stimplaði hann sem algeran rugludall, gangandi um snæviþakin fjöll á naríunum einum klæða. Strákarnir á námskeiðinu voru hissa á fordómum mínum og sögðu mér að „hætta að væla“ og prófa þetta bara sjálfur.“

Andri varð forvitinn og fjárfesti í kari, fyllti það af ísvatni heima í garðinum og skellti sér ofan í. „Ég gjörsamlega emjaði og öskraði af sársauka. Ég vissi engan veginn hvernig ég átti að bregðast við þessum óbærilega kulda. En eftir nokkur skipti gerðist eitthvað. Ég lærði smám saman að slaka á gefa eftir. Ég hef gefist ótal sinnum upp á lífinu og vissi hvernig það var að vera alveg á botninum. Þessi reynsla gerði mér kleift að finna ró í öllu þessu innra og ytra áreiti.“

Á þremur vikum tók líf Andra algeran viðsnúning. „Bólgurnar í bakinu sem ollu þessum króníska sársauka hjöðnuðu og einkennin voru 90% á bak og burt. Ég gat loks hreyft mig almennilega og í kjölfarið fór þunglyndið þverrandi. Ég sætti mig við raunveruleikann eins og hann var og það var ekki fyrr en þá sem ég átti von um að ná bata. Ég náði að endurnýja kerfin í huganum og líkamanum. Ég líki þessu stundum við það að við séum að keyra á eldgamalli hugbúnaðaruppfærslu. Allt okkar líf er einn stór vani og vítahringur. Við viljum kenna fólki að brjóta hugsanamynstrin og gera uppfærslu á eigin kerfi. Þegar við lærum að taka stjórnina fara ótrúlegustu hlutir að gerast. Í dag er ég í besta formi lífs míns og hef ekki orðið lasinn í fjögur ár því að líkami og hugur eru í jafnvægi. Þegar maður er í jafnvægi þá vinna öll önnur kerfi líkamans miklu betur. Ónæmiskerfið er einfaldlega betur í stakk búið til að sigrast á sýkingum.“

Dag frá degi erum við föst í „berjast eða flýja“-ástandið (fight or flight) sem í forsögulegum tíma hjálpaði mannskepnunni að varast raunverulegar hættur eins og rándýr. Slíkt ástand gerir okkur ofurathugul svo við getum brugðist snöggt við, en er að sama skapi orkufrekt. „Einhver flautar á okkur í umferðinni eða það er mikið að gera í vinnunni. Hvorugt er lífshættulegt en samt eru viðbrögðin að fara beint í „berjast eða flýja“-ástandið. Þetta getur valdið langvarandi kvíða og stressi og veldur loks þunglyndi. Það magnar upp allt sem hrjáir okkur, hvort sem það eru verkir eða annað. Við erum föst í vítahring en þurfum að læra að slaka á og finna jafnvægi.“

Lítil táknsaga um lífið sjálft

Hættu að væla komdu að kæla er ekki bara námskeið í því að vera lengi í kalda pottinum eða geta synt í ísilagðri tjörn. „Við kennum fólki að ná stjórn innra með sér og finna ró og jafnvægi í nánast hvaða aðstæðum sem er. Kuldabað er afar kraftmikil og mögnuð leið til þess að þjálfa okkur í því að halda jafnvægi. Þegar þú ferð í ískalt bað í fyrsta sinn án nokkurrar þjálfunar eru mismunandi leiðir til þess að takast á við kuldann. Okkur er eðlislægt að stífna upp, anda grunnt, verða taugaveikluð og berjast við tilfinninguna. En það er líka hægt að takast á við ástandið með því að halda ró og finna jafnvægi. Það er einmitt það sem við kennum á námskeiðinu. Að læra að takast á við sjálfan sig og ná jafnvægi í svo öfgakenndu ástandi er eitthvað sem við getum nýtt okkur í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur. Þetta er í raun eins og lítil táknsaga um lífið sjálft.“

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja kanna eigin kraft og getu og er gott fyrir:
• Aukið úthald
• Topp heilsu
• Langvinna verki
• Streitulosun
• Andlega heilsu
• Þyngdarstjórnun
• Betri svefn
• Aukna einbeitingu

Næsta Hættu að væla komdu að kæla námskeið hefst 1. mars og lýkur 21. mars.

Á öndunarnámskeiðinu Bless stress lærirðu aðferðir til þess að losa um stress og kvíða, öðlast meiri orku, skýrleika í hugsun, tilfinningalegt jafnvægi og margt fleira.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni andriiceland.com

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum