fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Kári Stefánsson: „Börnin mín eru hundrað þúsund sinnum betri foreldrar en ég var nokkurn tímann“

Kolbrún Bergþórsdóttir
Mánudaginn 25. september 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Kára Stefánsson á heimili Ara, sonar hans, tengdadóttur og ungra dætra þeirra á Seltjarnarnesi. Í viðtalinu ræðir Kári meðal annars um heilbrigðis- og velferðarkerfið, stjórnmálin og fjölskylduna. Hér að neðan birtist brot úr viðtalinu þar sem Kári talar meðal annars um börn sín.


Þú talaðir um barnabörnin fyrr í þessu viðtali. Hvað áttu mörg barnabörn?

„Ég á sex barnabörn. Ég horfi fyrst og fremst á þau sem þau sjálf. Þau eru yndisleg og miklir vinir mínir, ótrúlega flott og dugleg. Börnin mín eru hundrað þúsund sinnum betri foreldrar en ég var nokkurn tímann. Ég fæddist 1949 og karlmenn af minni kynslóð áttu einfaldlega að færa björg í bú, ekki sinna börnum. Þetta var ennþá verra þegar ég var að alast upp.

Þessi börn eru í miðpunkti tilfinninga minna þessa dagana. Þessar þrjár stelpur sem búa hér á Seltjarnarnesi og þrír strákar sem búa úti í Los Angeles eru fulltrúar þeirrar kynslóðar sem við berum ábyrgð á að færa heim sem hægt er að búa í. Það skiptir gífurlega miklu máli að við öxlum þá ábyrgð.

Ég hef gaman af því að Svanhildur dóttir mín eyðir sínum frítíma ýmist í að sitja í stjórn foreldrafélags skólans sem strákarnir hennar ganga í, og hefur verið formaður þess félags í langan tíma, og þess að skipuleggja mótmæli gegn Trump, sem er óskaplega dapurlegur fulltrúi þeirrar þjóðar.“

Þú bjóst lengi í Bandaríkjunum, hefurðu hlýjar taugar til þessa stórveldis?

„Þar bjó ég í tuttugu ár og er mjög þakklátur bandarísku samfélagi. Það tók vel á móti mér og þeir eiginleikar mínir sem kennarar mínir í læknadeild bölvuðu mér fyrir voru eiginleikar sem mér var hampað fyrir í bandarísku samfélagi. Mönnum við læknadeild Háskóla Íslands var illa við að nemendur hugsuðu öðruvísi. Í góðum skólum í Bandaríkjunum, þar sem ég var, voru nemendur hvattir til að hugsa öðruvísi. Ég vona að þetta hafi breyst í læknadeild Háskóla Íslands, sem er deild sem ég þekki reyndar ekkert til lengur.“

Finnst þér ríkjandi hneigð í þjóðfélaginu að allir eigi að hugsa eins?

„Mér finnst þetta fínt samfélag. Mér finnst pólitíkin léleg en fólkið skemmtilegt. Ég vil hvergi annars staðar búa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp
Fókus
Fyrir 3 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan