fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
Eyjan

Efling fúlsaði við 90 þúsund króna launahækkun – „Samt tala sumir eins og tilboðið mæti ekki hagsmunum þeirra sem eru á lægstu laununum“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgastjóri, skrifar um kjaradeilurnar við Eflingu á Facebooksíðu sína í dag. Hann segir að svo virðist sem ekki allir átti sig á því hversu góður samningur sé í boði og spyr hvers vegna samningar sem 18 félög innan SGS samþykktu í gær, njóti svo sterks stuðnings:

„Þeir sem ég hef heyrt í telja að það sé vegna þess að krónutöluhækkanir upp á 90.000 kr. ofan á grunntaxta hafi skipt þar mestu máli. Þar með eru allra lægstu laun í grunninn orðin um 400.000 kr. á mánuði. Mér finnst mikilvægt að efni þessara samninga verði miklu betur kynnt.“

segir Dagur, en Efling er eina félagið innan SGS sem ekki hefur samþykkt samninginn og hefst þriggja daga verkfall um 1800 félagsmanna Eflingar í Reykjavík í hádeginu í dag.

„Samningar Starfsgreinasambandsins byggja algjörlega á lífskjarasamningnum sem er einnig grunnurinn í tilboði borgarinnar til Eflingar. Stundum efast ég um að allir átti sig á þessari 90.000 kr. hækkun á grunntaxtana og að lífskjarasamningarnir feli í sér um 30% hækkun grunnlauna hjá lægstu hópunum hjá borginni. Samt tala sumir einsog tilboðið mæti ekki hagsmunum þeirra sem eru á lægstu laununum,“

segir Dagur og beinir orðum sínum augljóslega að Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar.

Hann segir mikilvægt að efni samninganna verði kynnt betur:

„Sem dæmi væru ófaglærðir deildarstjórar á leikskólum komnir með um 520 þúsund á mánuði að meðaltali í lok samningstímans. Þetta eru samningar um hækkun lægstu launa. Þeir sem hærri eru fá lægri krónutölu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Kappið ber fegurðina ofurliði hjá Sjálfstæðismönnum

Orðið á götunni: Kappið ber fegurðina ofurliði hjá Sjálfstæðismönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Særindi og drama í Pírötum – „Vanþakklæti og vantraust eru fyrstu orðin sem koma upp í hugann“

Særindi og drama í Pírötum – „Vanþakklæti og vantraust eru fyrstu orðin sem koma upp í hugann“