fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Sigrún er nýr forstjóri Umhverfisstofnunar

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. febrúar 2020 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar frá og með deginum í dag.

Sigrún lauk cand.jur. prófi frá Háskóla Íslands árið 1995. Hún hefur starfað að umhverfismálum í um 20 ár, þar af sem sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun frá árinu 2008 og var auk þess staðgengill forstjóra áður en hún var settur forstjóri í október sl. Þá starfaði hún sem lögfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu frá 2000 – 2008. Fyrir þann tíma starfaði hún sem lögfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins.

Sigrún hefur sinnt prófdómarastörfum og stundakennslu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík meðfram starfi sínu, m.a. í umhverfisrétti og stjórnsýslu umhverfismála. Þá hefur hún verið samræmingaraðili Umhverfisstofnunar gagnvart IMPEL, samtökum umhverfisstofnana í Evrópu.

Eiginmaður Sigrúnar er Davíð Pálsson tæknimaður og eiga þau tvö börn.

Embætti forstjóra Umhverfisstofnunar var auglýst í október sl. og sóttu 12 um stöðuna, en þeir eru eftirfarandi:

  • Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, verkefnisstjóri
  • Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, sviðsstjóri
  • Hlynur Sigursveinsson, fv. sviðsstjóri
  • Hörður Valdimar Haraldsson, framtíðarfræðingur
  • Jóna Bjarnadóttir, forstöðumaður
  • Kristján Geirsson, verkefnisstjóri
  • Kristján Sverrisson, forstjóri
  • Magnús Rannver Rafnsson, verkfræðingur
  • Maríanna Hugrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri
  • Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri
  • Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Svavar Halldórsson, sjálfstæður markaðsráðgjafi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar