fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Sjáðu myndir af þeim sem réðust að 300 milljóna króna húsi Ed Woodward: Á unga tvíbura

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 08:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 20 stuðningsmenn Manchester United mættu á heimili Ed Woodward, stjórnarformanns Manchester United í gær. Gerðu þeir tilraun til að brjótast inn í húsið en komust ekki í gegnum hliðið. Þeir skutu flugeldum að húsinu á meðan þeir sungu lög um Woodward og ósk þeirra að hann láti lífið, sem fyrst. Þá köstuðu þeir nokkrum reyksprengjum inn á lóð hans.

Mirror segir að 20-30 einstaklingar hafi mætt fyrir utan heimilið sem staðsett er í úthverfi Manchester. Hvorki Woodward né fjölskylda hans var á svæðinu. Fjölskyldan býr að mestu í London þar sem Woodward starfar flesta daga. Hann er sá maður sem stjórnar United og tekur erfiðar ákvarðanir. Hann tók við starfinu 2013 og hefur verið umdeildur í starfi.

,,Þú munt deyja,“
var öskrað fyrir utan heimili Woodward sem á hús í rólegu hverfi í úthverfi Manchester. Stuðningsmenn félagsins hafa sungið lög um dauða Woodward, á síðustu leikjum félagsins.

Mkikill fjöldi fólks hefur fordæmt þessa hegðun og einn af þeim er Gary Lineker, sjónvarpsmaður á BBC. ,,Ef þetta er rétt þá er þetta ógeðslegt, þessi maður á unga tvíbura,“ skrifaði Lineker og margir taka í sama streng.

Sjáðu myndbandið: Réðust að heimili Ed Woodward í kvöld – Flugeldum skotið og hótuðu að drepa hann

Myndir af þeim sem mættu fyrir utan heimili hans má sjá hér að neðan en það er í úthverfi Manchester og kostar meira en 300 milljónir.

Mennirnir reyndu að hylja andlit sitt en lögreglan telur sig hafa upplýsingar um nokkra af þeim og leitar af þeim, þeir fá væna refsingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

„Ég held að það skipti engu máli hvað einhverjum manni í Hlíðarsmára finnst“

„Ég held að það skipti engu máli hvað einhverjum manni í Hlíðarsmára finnst“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City
433Sport
Í gær

Juventus leiðir kapphlaupið

Juventus leiðir kapphlaupið
433Sport
Í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær