fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Sjáðu myndbandið: Réðust að heimili Ed Woodward í kvöld – Flugeldum skotið og hótuðu að drepa hann

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 22:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 20 stuðningsmenn Manchester United mættu á heimili Ed Woodward, stjórnarformanns Manchester United í kvöld. Gerðu þeir tilraun til að brjótast inn í húsið en komust ekki í gegnum hliðið. Þeir skutu flugeldum að húsinu á meðan þeir sungu lög um Woodward og ósk þeirra að hann láti lífið, sem fyrst.

Mirror segir að 20-30 einstaklingar hafi mætt fyrir utan heimilið sem staðsett er í úthverfi Manchester. Hvorki Woodward né fjölskylda hans var á svæðinu. Fjölskyldan býr að mestu í London þar sem Woodward starfar flesta daga. Hann er sá maður sem stjórnar United og tekur erfiðar ákvarðanir. Hann tók við starfinu 2013 og hefur verið umdeildur í starfi.

,,Þú munt deyja,“
var öskrað fyrir utan heimili Woodward sem á hús í rólegu hverfi í úthverfi Manchester. Stuðningsmenn félagsins hafa sungið lög um dauða Woodward, á síðustu leikjum félagsins.

Um er að ræða ólátabelgi sem styðja United en þeir kalla sig „Men in black“, þeir klæðast alltaf svörtu.

Undir stjórn Woodward hefur gengi United orðið afar slæmt innan vallar, á sama tíma hefur hann aukið tekjur félagisns gríðarlega og skilað miklum hagnaði. Stuðningsmenn félagsins hafa fengið nóg af vinnubrögðum hans en flestum finnst þetta alltof langt gengið.

Stuðningsmenn félagsins beina reiði sinni að Woodward og Glazer fjölskyldunni sem á félagið, þrátt fyrir gríðarlegan hagnað síðustu ár skuldar félagið um 200 milljónir punda. Því er haldið fram að fjölskyldan hafi tekið 1,3 milljarð punda út úr félaginu.

,,Kveikjum eld, kveikum eld, setjum Glazer á toppinn og Woodward inn í miðjuna, brennum helvítis fíflin,“ sungu stuðningsmenn United á síðasta leik liðsins.

Manchester United hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. ,,Manchester United hefur fengið að vita af atviki fyrir utan heimili starfsmanns félagsins. Við vitum að knattspyrnusamfélagið mun styðja okkur þegar við aðstoðum lögregluna við að finna út hvaða menn þetta eru. Allir aðilar sem verða teknir verða bannaðir fyrir lífstíð frá leikjum félagsins og gætu átt yfir höfði sér sakamál. Að segja sína skoðun er eitt mál, að skemma og ætla að stefna lífi fólks í hættu er annað. Það er ekki til afsökun fyrir svona,“ sagði í yfirlýsingu félagsins.

Myndband af þessu frá því í kvöld er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði